Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
   þri 15. júlí 2025 13:49
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Liverpool að fara að slá metið aftur?
Alexander Isak.
Alexander Isak.
Mynd: EPA
Hugo Ekitike.
Hugo Ekitike.
Mynd: EPA
Liverpool hefur sett sig í samband við Newcastle varðandi möguleg kaup á framherjanum Alexander Isak.

Frá þessu segja bæði David Ornstein og Fabrizio Romano, sem eru þeir áreiðanlegustu þegar kemur að félagaskiptafréttum. Romano segir að Liverpool sé að ræða við Newcastle um að gera Isak að dýrasta leikmanni í sögu Bretlandseyja.

Liverpool hefur áður bætt það met í sumar þegar félagið keypti Florian Wirtz frá Bayer Leverkusen fyrir allt að 116 milljónir punda.

Núna er spurning hvað gerist en Newcastle vill ekki selja sænska framherjann sem hefur verið einn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar síðustu árin.

Ekkert formlegt tilboð hefur enn komið frá Liverpool í Isak en Englandsmeistararnir hafa tjáð Newcastle að þeir séu tilbúnir að kaupa Isak fyrir um 120 milljónir punda.

Setur Newcastle í erfiða stöðu
Ef það gengur hjá Liverpool að fá Isak, þá er Hugo Ekitike leikmaður sem félagið dáist að.

Newcastle hefur einnig mikinn áhuga á Ekitike og gerði stórt tilboð í hann í gær sem Eintracht Frankfurt hefur núna hafnað. Tilboðið var upp á 80 milljónir evra.

Þetta er svolítið áhugaverð staða þar sem Newcastle gæti núna misst af Ekitike til Liverpool ef félagið ákveður að selja Isak ekki til þeirra. Ekitike er 23 ára gamall og skoraði 22 mörk í 48 leikjum með Frankfurt á síðasta tímabili. Newcastle hefur mikinn áhuga á honum sama hvort Isak verði seldur eða ekki.
Athugasemdir
banner
banner