Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
   þri 15. júlí 2025 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Undirbúa nýtt tilboð í Luis Díaz sem er sagður vilja fara
Luis Díaz.
Luis Díaz.
Mynd: EPA
Bayern München er að undirbúa nýtt tilboð í Luis Díaz, framherja Liverpool.

Þetta herma heimildir Sky Sports en Athletic segir að leikmaðurinn hafi tilkynnt Liverpool að hann vilji fara frá félaginu.

Bayern gerði á dögunum tilboð í Díaz upp á 58,5 milljónir punda en því tilboði hafnaði Liverpool.

Díaz er efstur á lista Bayern og ætlar þýska stórveldið virkilega að reyna á Liverpool með öðru betra tilboði.

Liverpool hefur hingað til litið á Díaz sem leikmann sem er ekki til sölu en það er spurning hvort það muni eitthvað breytast eftir því sem tilboðin verða hærri.

Bayern er tilbúið að bjóða Díaz að minnsta kosti fjögurra ára samning.
Athugasemdir
banner