Salah, Rashford, Guehi, Ten Hag, Dewsbury-Hall og fleiri í pakka dagsins
   þri 26. apríl 2022 09:25
Elvar Geir Magnússon
City gæti gert tilboð í Rice - Ten Hag ræðir við leikmenn Man Utd
Powerade
Declan Rice, miðjumaður West Ham.
Declan Rice, miðjumaður West Ham.
Mynd: Getty Images
Alex Scott.
Alex Scott.
Mynd: Getty Images
Divock Origi.
Divock Origi.
Mynd: EPA
Rudiger, Rice, Mbappe, De Jong, Messi, Origi og fleiri í slúðurpakkanum. BBC tók saman það helsta úr ensku götublöðunum.

Real Madrid er nálægt því að gera samkomulag við Antonio Rudiger (29) en þýski varnarmaðurinn, sem mun koma á frjálsri sölu frá Chelsea, gerir samning upp á 200 þúsund pund a.m.k. í vikulaun. (Guardian)

Manchester City íhugar að gera tilboð í Declan Rice (23), miðjumann West Ham sem lengi hefur verið á óskalistum Manchester United og Chelsea. (Telegraph)

Kylian Mbappe (23), sóknarmaður Paris St-Germain, hefur verið orðaður við Real Madrid en mun ekki tilkynna neitt um framtíð sína fyrr en eftir lokaleikinn gegn Metz þann 21. maí. (Marca)

Norwich City vill fá enska miðjumanninn Alex Scott (18) frá Bristol City en Tottenham og Leeds hafa verið að fylgjast með honum. (Football League World)

Barcelona er tilbúð að selja hollenska miðjumanninn Frenkie de Jong (24) fyrir um 58 milljónir punda. Manchester United hefur áhuga. (El Chiringuito)

Manchester United gæti boðið Barcelona að fá Marcus Rashford (24) og Alex Telles (29) í skiptum fyrir Frenkie de Jong. (Fichajes)

Erik ten Hag, nýr stjóri Manchester United, mun ræða einslega við hvern einasta leikmann í gegnum Zoom meðan hann ákveður hvaða leikmönnum hann vill halda áður en hann tekur við í júní. (Mirror)

Ten Hag mun fá dágóða upphæð til að endurnýja leikmannahóp Manchester United en í forgangi er að fá sóknarmann og miðjumann. (ESPN)

Paris St-Germain mun halda argentínska framherjanum Lionel Messi (34) í eitt tímabil í viðbót en er tilbúið að láta Brasilíumanninn Neymar (30) fara. (Sky Sports News)

AC Milan er nálægt því að gera samkomulag við Divock Origi (27), belgíska sóknarmanninn hjá Liverpool. (Calciomercato)

AC Milan, Chelsea og Real Madrid hafa áhuga á alsírska vængmanninum Riyad Mahrez (31) hjá Manchester City. (Foot Mercato)

Juventus er í viðræðum um að fá argentínska sóknarleikmanninn Angel di Maria (34) á frjálsri sölu í sumar eftir að Paris St-Germain ákvað að framlengja ekki samningi hans. (Goal)

West Ham mun hefja viðræður við Hull City um að fá Keane Lewis-Potter (21) en framherjinn er metinn á 18 milljónir punda. Hull hefur hafnað 12 milljóna punda tilboði frá Brentford. (Athletic)

Reims mun hleypa franska sóknarmanninum Hugo Ekitike (19) í burtu fyrir 30 milljónir punda í sumar. Newcastle mun væntanlega endurnýja áhuga sinn eftir að hafa rætt við ungstirnið í janúar. (Shields Gazette)

Liverpool, Chelsea og Manchester United hafa einnig sýnt Ekitike áhuga. (Goal)

Arsenal er tilbúið að hlusta á tilboð í Fílabeinsstrendinginn Nicolas Pepe (26). (Sun)

Þýski miðjumaðurinn Ilkay Gundogan (31) segir að það yrði gaman að ljúka ferlinum hjá Manchester City en hann hafi einnig áhuga á að spila í Tyrklandi eða Bandaríkjunum eftir að samningur hans rennur út 2023. (Sport 1)

Varnarmaðurinn Neco Williams (21) hjá Liverpool segist ekki vita hvar hann muni spila á næsta tímabili. Hann er á láni hjá Fulham. (Wales Online)

Udinese vill fá spænska varnarmanninn Pablo Mari (28) alfarið frá Arsenal þegar lánssamningnum lýkur. (Football London)

Franski varnarmaðurinn Evan Ndicka (22) hjá Eintracht Frankfurt er undir smásjá Newcastle. (Bild)
Athugasemdir
banner
banner
banner