Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   sun 26. júlí 2020 18:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lengjudeildin: Fram skoraði sex gegn Þór - Fyrsti sigur Gauja Þórðar
Lengjudeildin
Fram lék sér að Þór.
Fram lék sér að Þór.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur Ólafsvík skoraði svona mörg mörk í dag.
Víkingur Ólafsvík skoraði svona mörg mörk í dag.
Mynd: Haukur Gunnarsson
Síðari tveir leikir dagsins í Lengjudeild karla voru að klárast. Fram og Víkingur Ólafsvík fóru með sigur af hólmi í þessum leikjum.

Fram valtaði yfir Þór í Safamýri. Þar var staðan 1-1 eftir 16 mínútur en svo gengu heimamenn á lagið. Albert Hafsteinsson kom Fram í 2-1 á 23. mínútu og Fred skoraði sitt annað mark mínútu síðar. „HVAÐ ER AÐ GERAST?? Albert Hafsteinsson hefur betur í baráttu sinni við Sigurð Marinó og rennir honum út á Fred sem klárar framhjá Aroni Birki," skrifaði Anton Freyr Jónsson þegar Fred skoraði sitt annað mark.

Þór fékk tækifæri til að minnka muninn fyrir leikhlé en staðan var 3-1 í hálfleik. Fram gerði út um leikinn í byrjun seinni hálfleiks þegar Haraldur Einar Ásgrímsson skoraði.

Alvaro Montejo fékk beint rautt spjald um miðbik seinni hálfleiks fyrir að slá mótherja og varamaðurinn Alexander Már Þorláksson skoraði tvö síðustu mörk leiksins. Lokatölur 6-1 fyrir Fram sem fer í annað sætið með þessum sigri, með jafnmörg stig og Keflavík. Þór er í fimmta sæti með 13 stig, fjórum stigum minna en toppliðin.

Í Ólafsvík unnu Ólsarar 3-0 heimasigur gegn Leikni Fáskrúðsfirði. Vignir Snær Stefánsson skoraði eina mark fyrri hálfleiks og bættu þeir Gonzalo Zamorano og Billy Jay Stedman við mörkum í síðari hálfleiknum.

Þetta er fyrsti sigur Guðjóns Þórðarsonar með Víking í öðrum leiknum. Hann fékk skell í fyrsta leiknum gegn Leikni Reykjavík en hann svarar því vel í dag. Víkingur Ólafsvík er í níunda sæti með níu stig og er Leiknir F. í tíunda sæti með sjö stig.

Fram 6 - 1 Þór
0-1 Izaro Abella Sanchez ('11 )
1-1 Frederico Bello Saraiva ('16 )
2-1 Albert Hafsteinsson ('23 )
3-1 Frederico Bello Saraiva ('24 )
4-1 Haraldur Einar Ásgrímsson ('50 )
5-1 Alexander Már Þorláksson ('73 )
6-1 Alexander Már Þorláksson ('90 )
Rautt spjald: Alvaro Montejo Calleja, Þór ('66)
Lestu nánar um leikinn

Víkingur Ó. 3 - 0 Leiknir F.
1-0 Vignir Snær Stefánsson ('33 )
2-0 Gonzalo Zamorano Leon ('57 )
3-0 Billy Jay Stedman ('62 )
Lestu nánar um leikinn

Önnur úrslit:
Lengjudeildin: Keflavík á toppinn - Fyrsta stig Magna
Athugasemdir
banner
banner
banner