Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 27. mars 2024 12:13
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Wroclaw
Albert: Takk fyrir allan stuðninginn
Icelandair
Myndir úr leiknum í gær.
Myndir úr leiknum í gær.
Mynd: Mummi Lú
Mynd: Mummi Lú
Mynd: Mummi Lú
Mynd: Mummi Lú
Mynd: Mummi Lú
Albert Guðmundsson skoraði þrennu gegn Ísrael á fimmtudag og í gær skoraði hann eina mark Íslands í grátlegu tapi Íslands gegn Úkraínu.

Lokatölur urðu 2-1 fyrir Úkraínu sem tryggði sér með þeim sigri sæti á EM í sumar.

Lestu um leikinn: Úkraína 2 -  1 Ísland

Fjölmiðlar máttu ekki ræða við Albert eftir leikinn í gær, alveg eins og þeir máttu ekki ræða við hann eftir leikinn gegn Ísrael á fimmtudag. KSÍ gaf engar frekari skýringar á ákvörðuninni að meina Alberti að fara í viðtöl.

Albert tjáði sig svo á Instagram í gær og þakkaði fyrir stuðninginn.

„Grátlega nálægt þessu. Takk fyrir allan stuðninginn. Þangað til næst," skrifaði Albert.

Mikil umræða hefur verið um þátttöku hans í þessu verkefni en á síðasta ári var hann kærður fyrir að kynferðisbrot og var hann því ekki í myndinni hjá landsliðinu. Málið var fellt niður í síðasta mánuði og Albert í kjölfarið valinn aftur í landsliðshópinn. Konan kærði niðurfellinguna héraðssaksóknara á dögunum en Albert var ekki tekinn út úr hópnum.
Mynd: Skjáskot/Instagram

Athugasemdir
banner
banner
banner