
„Mér finnst við vera inn í þessu allan leikinn," sagði Hákon Arnar Haraldsson, leikmaður Íslands, eftir tap gegn Úkraínu í umspilinu fyrir EM. Hákon var besti maður Íslands í leiknum.
Lestu um leikinn: Úkraína 2 - 1 Ísland
„Fyrri hálfleikurinn var mjög góður, við náðum að halda í boltann á köflum og skorum þetta mark. Við förum 1-0 yfir í seinni hálfleikinn, en föllum kannski of djúpt."
„Þegar maður horfir á þetta þá hefðum við kannski getað verið ofar og reynt að vera agressívari. Við vorum of fljótir að detta of niður sem er kannski skiljanlega þar sem við vorum að vernda forystu. Svona er þetta."
Hákon segir það frábært að spila með Alberti Guðmundssyni, sem skoraði mark Íslands í kvöld.
„Það er geggjað að spila með honum. Hann er frábær leikmaður og er búinn að sýna það í Genoa, og núna með landsliðinu. Hann getur búið til mörk og stoðsendingar upp á eigin spýtur."
Hann vonast til að mynda enn sterkari tengsl við Albert í liðinu. „Að sjálfsögðu. Ég vona það fyrir framtíðina. Hann er frábær leikmaður."
„Við ætlum að læra af þessum leik," sagði Hákon en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir