Salah, Rashford, Guehi, Ten Hag, Dewsbury-Hall og fleiri í pakka dagsins
   mið 27. apríl 2022 10:00
Elvar Geir Magnússon
Upphafið að velgengni Liverpool hófst með kvöldstund á barnum
Jordan Henderson og Jurgen Klopp.
Jordan Henderson og Jurgen Klopp.
Mynd: Getty Images
Jordan Henderson fyrirliði Liverpool telur að samverustund leikmanna eftir tap gegn Sevilla, sem var undir stjórn Unai Emery, í úrslitaleik Evrópudeildarinnar 2016 hafi verið ákveðið upphaf að velgengni liðsins.

Liverpool er mögulega að fara inn í sinn þriðja úrslitaleik í Meistaradeildinni á fimm ára kafla. Liðið sem stendur í veginum er Villarreal en Emery er einmitt stjóri liðsins.

Emery kom í veg fyrir að Jurgen Klopp næði í Evrópubikar á sínu fyrsta tímabili hjá Liverpool og eftir leikinn héldu leikmenn enska liðsins á hótel sitt í Basel til að sleikja sárin eftir 3-1 tap.

Henderson var ónotaður varamaður í úrslitaleiknum eftir að hafa meiðst illa á hné í 8-liða úrslitunum gegn Borussia Dortmund og vildi bara vera einn með sjálfum sér eftir leikinn. Klopp hafði aðrar hugmyndir.

„Kvöldið eftir þetta tap sker sig alltaf út. Eftir leikinn fórum við til baka á hótelið og allir voru sárir og svekktir. Menn vildu bara fara up á herbergið og hitta engan. En stjórinn var á öðru máli. Hann safnaði öllum saman við barinn á hótelinu og við vorum saman allt kvöldið," segir Henderson.

„Það var eins og hann vissi að þetta væri upphafið að einhverju sérstöku sem væri framundan. Þegar þú sem leikmaður hefur tapað úrslitaleik er erfitt að hugsa þannig en þetta var öðruvísi en maður hefur séð áður. Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi, hann vissi hvað væri framundan á næstu árum. Hann hefur sýnt að þetta var upphafið að einhverju sérstöku."

Leikur Liverpool og Villarreal verður klukkan 19 í kvöld á Anfield en það er fyrri leikur liðanna í undanúrslitum.
Athugasemdir
banner
banner
banner