Salah, Rashford, Guehi, Ten Hag, Dewsbury-Hall og fleiri í pakka dagsins
   sun 27. október 2019 10:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Klopp vill Mbappe - Fyllir Özil í skarð Rooney?
Powerade
Mbappe í leik gegn íslenska landsliðinu.
Mbappe í leik gegn íslenska landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Özil er orðaður við MLS.
Özil er orðaður við MLS.
Mynd: Getty Images
Kalvin Phillips er undir smásjá Manchester United.
Kalvin Phillips er undir smásjá Manchester United.
Mynd: Getty Images
Það er komið að því að skoða hvað slúðurblöðin hafa að segja í dag. BBC tók saman.



Mesut Özil (31) sem er ekki inn í myndinni hjá Arsenal, er opinn fyrir því að fara í MLS-deildina og gæti hann fyllt í skarð Wayne Rooney hjá DC United. (Bleacher Report)

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, hefur áhuga á því að fá Kylian Mbappe (20), leikmann PSG og franska landsliðsins. (Express)

Meiðslasaga Gareth Bale (30) hefur fælt Manchester United í burtu frá Walesverjanum sem leikur með Real Madrid. (Mirror)

Manchester City mun setja 100 milljón punda verðmiða á framherjann Gabriel Jesus til þess að fæla í burtu áhuga frá Bayern München. (Sun)

Ed Woodward, framkvæmdastjóri Man Utd, hefur samþykkt að borga 125 milljónir punda fyrir þýska tvíeykið Kai Havertz (20) frá Bayer Leverkusen og Thomas Müller (30) frá Bayern München. (Mirror)

Hins vegar, þá segir Hasan Salihamidzic, yfirmaður knattspyrnumála hjá Bayern, að sé enginn möguleiki á því að Müller fari í janúar. (Goal.com)

Juventus og Napoli eru að fylgjast með stöðu mála hjá Son Heung-min (27), framherja Tottenham. (Express)

Kalvin Phillips (23), miðjumaður Leeds United, er undir smásjá Manchester United. Mike Phelan, aðstoðarþjálfari Man Utd, horfði á leik Leeds gegn Birmingham um síðustu helgi. (Sun)

Real Madrid ætlar ekki að selja Dani Ceballos (23) til Arsenal, en hann er í láni hjá Lundúnafélaginu. (AS)

Barcelona og Man Utd eru áhugasöm um Lautaro Martinez (22), framherja Inter. Hann er með 96 milljón punda rifunarverð í samningi sínum. (Sun)

Barcelona hefur rætt við Inter um sölu á miðjumanninum Ivan Rakitic (31). (Sport)

Joe Gomez (22), varnarmaður Liverpool, er að verða pirraður á litlum spiltíma sínum. Arsenal og Tottenham hafa áhuga á honum. (90min)

Sendinefnd frá Manchester United mun heimsækja Sádí-Arabíu, en orðrómur hefur verið um að Mohammed Bin Salman, Krónprins í Sádi-Arabíu, vilji kaupa félagið. (Mail)

Napoli hefur ekki áhuga á því að selja spænska miðjumanninn Fabian Ruiz (23) í náinni framtíð. Ruiz hefur meðal annars verið orðaður við Man City. (Gazzetta dello Sport)

Steve Bruce, stjóri Newcastle, hefur ekki rætt við stjórn félagsins um janúargluggann. (Sky Sports)

Inter hefur sett 20 milljón evra verðmiða á bakvörðinn Dalbert (26), sem er í láni hjá Fiorentina. (Calciomercato)

Man City ætlar að bjóða Kai, elsta syni Wayne Rooney, fyrrum leikmanni Everton og Man Utd, að koma aftur í akademíu félagsins. Rooney-fjölskyldan er flutt aftur til Englands eftir að hafa búið í Bandaríkjunum síðastliðið ár og var Kai áður fyrr í akademíu City. (Star)
Athugasemdir
banner
banner
banner