Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 27. desember 2019 21:45
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
England: Ótrúleg dramatík á Molineux þegar Wolves vann Man City
Matt Doherty skoraði sigurmarkið.
Matt Doherty skoraði sigurmarkið.
Mynd: Getty Images
Traore skoraði og lagði upp, Sterling skoraði tvö.
Traore skoraði og lagði upp, Sterling skoraði tvö.
Mynd: Getty Images
Wolves 3 - 2 Manchester City
0-1 Raheem Sterling ('25 )
0-2 Raheem Sterling ('50 )
1-2 Adama Traore ('55 )
2-2 Raul Jimenez ('82 )
3-2 Matt Doherty ('90)

Rautt spjald: Ederson, Manchester City ('12)

Það var heldur betur mikið um að vera þegar Wolves tók á móti Manchester City í lokaleik 19. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar.

Rautt spjald fór á loft á 12. mínútu, það fékk Ederson markvörður gestanna eftir brot á Diogo Jota, þarna var fjörið í fyrri hálfleik rétt að byrja.

Manchester City fékk vítaspyrnu, vítaspyrnuna þurfti að taka tvisvar þar sem nokkrir leikmenn Wolves voru komnir inn í teiginn áður en Sterling sparkaði í boltann. Patricio varði spyrnuna og það gerði hann einnig í seinna skiptið en þá barst boltinn aftur til Sterling sem kom honum í markið, 0-1 fyrir gestunum í hálfleik.

Seinni hálfleikurinn byrjaði ekki vel fyrir heimamenn því Raheem Sterling bætti við öðru marki Manchester City og öðru marki sínu á 50. mínútu.

Við þetta tóku heimamenn við sér og Adama Traore afgreiddi boltann snyrtilega í markið á 55. mínútu, stöngin inn. Staðan 1-2 og áfram hélt pressa heimamanna, það skilaði sér á 82. mínútu. Raul Jimenez kom þá boltanum í netið eftir sendingu frá Adama Traore sem vann boltann af Mendy stuttu áður.

Úlfarnir ætluðu sér að ná í sigurinn og sóttu áfram, á 90. mínútu kom Matt Doherty boltanum í netið og staðan orðin 3-2. Ótrúleg dramatík á Molineux.

Niðurstaðan ótrúlegur 3-2 sigur Úlfanna sem fara með sigrinum í 5. sæti deildarinnar og eru nú með 30 stig. City áfram í 3. sæti með 38 stig.

Sjá einnig:
Ederson vísað af velli - Sterling klúðraði tveimur vítum
Varnarmaður Bournemouth: Þetta er ekki fótbolti
Athugasemdir
banner
banner
banner