Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
banner
   fim 28. mars 2024 19:00
Ívan Guðjón Baldursson
Rodgers ekki í banni gegn Rangers
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Titilbaráttan í skoska boltanum hefur sjaldan verið jafn spennandi, þar sem aðeins eitt stig skilur Celtic og Rangers að á toppinum en bæði lið hafa verið að misstíga sig að undanförnu.

Celtic er með forystuna sem stendur en Rangers, sem tapaði óvænt heimaleik gegn Motherwell í byrjun mars, eiga leik til góða.

Celtic óttaðist að vera án þjálfara síns, Brendan Rodgers, fyrir grannaslaginn og stórleikinn sem er framundan gegn Rangers í skosku titilbaráttunni 7. apríl, en svo er ekki. Hann verður með eftir að skoska fótboltasambandið dæmdi hann einungis í eins leiks bann fyrir neikvæð ummæli í garð dómara eftir óvænt tap Celtic gegn Hearts í byrjun mars.

Rodgers talaði ekki undir rós eftir tapið gegn Hearts og kenndi dómarateyminu um úrslitin í viðtali að leikslokum. Hann var ákærður af fótboltasambandinu fyrir ummælin sín og varði þau hraustlega þegar sambandið ákvað að fara lengra með málið, sem leiddi til þess að hann fékk eins leiks bann.

Rodgers verður því ekki með í næsta leik Celtic sem er gegn Livingston, en hann verður á hliðarlínunni í stórleiknum mikilvæga á móti Rangers.

Rodgers nafngreindi aðstoðardómara í tvígang í viðtali að leikslokum og sagði frammistöðu hans hafa verið til háborinnar skammar, meðal annars.

   04.03.2024 09:30
Glasgow liðin töpuðu bæði um helgina - „Leikurinn ekki dæmdur inni á vellinum“

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner