Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 04. mars 2024 09:30
Elvar Geir Magnússon
Glasgow liðin töpuðu bæði um helgina - „Leikurinn ekki dæmdur inni á vellinum“
Brendan Rodgers, stjóri Celtic.
Brendan Rodgers, stjóri Celtic.
Mynd: EPA
Rangers er áfram með tveggja stiga forystu í skosku úrvalsdeildinni eftir óvænt úrslit helgarinnar. Rangers tapaði óvænt fyrir Motherwell 1-2 á laugardaginn en Celtic mistókst svo að nýta sér það.

Celtic tapaði 2-0 fyrir Hearts í gær og mistókst ríkjandi meisturum því að taka toppsætið. Níu umferðir eru eftir af deildinni.

Brendan Rodgers stjóri Celtic var allt annað en sáttur við dómgæsluna og sagði að sínir menn hefðu verið flautaðir úr leik.

Celtic hefði getað skorað fyrsta mark leiksins af vítapunktinum snemma leiks en Adam Idah brást bogalistin. Á sextándu mínútu breytti VAR svo gulu í rautt og Yang Hyun-jun leikmaður Celtic var sendur í sturtu.

Fyrir hálfleik fékk Hearts víti eftir að hendi var dæmd innan teigs eftir VAR skoðun. Jorge Grant skoraði og það var svo Lawrence Shankland sem gerði út um leikinn í seinni hálfleik.

„Það var ekkert í þessu rauða spjaldi. Ef þú stöðvar myndina getur þú búið til aðra skoðun en dómarinn tók rétta ákvörðun úti á velli með gula spjaldið. Leikurinn var ekki dæmdur inni á vellinum í dag," segir Rodgers sem var enn óánægðari með vítið sem Hearts fékk.

„Þetta var virkilega léleg dómgæsla í mikilvægum leik fyrir okkur."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner