Salah, Rashford, Guehi, Ten Hag, Dewsbury-Hall og fleiri í pakka dagsins
   fim 28. apríl 2022 18:27
Brynjar Ingi Erluson
Rangnick tekur við austurríska landsliðinu
Ralf Rangnick
Ralf Rangnick
Mynd: Getty Images
Ralf Rangnick, bráðabirgðastjóri Manchester United, mun taka við austurríska karlalandsliðinu í sumar er samningi hans við United lýkur en þetta kemur fram á Sky Sports.

Rangnick tók við United undir lok síðasta árs og var ráðinn til bráðabirgða út tímabilið. Erik ten Hag mun taka við liðinu af Rangnick í sumar.

Hann mun þá vera í sérstöku ráðgjafastarfi hjá félaginu næstu tvö árin en Rangnick er nú þegar búinn að finna sér annað starf í þjálfun.

Rangnick mun taka við austurríska karlalandsliðinu í sumar og verður það tillkynnt fyrir helgi.

Það mun ekki hafa nein áhrif á ráðgjafastarfið hjá United og mun hann sinna því til 2024.

Franco Foda hætti með austurríska landsliðið í mars síðastliðnum eftir að honum mistókst að koma liðinu á HM í Katar.
Athugasemdir
banner
banner