Salah, Rashford, Guehi, Ten Hag, Dewsbury-Hall og fleiri í pakka dagsins
   fim 28. apríl 2022 23:48
Brynjar Ingi Erluson
„Þeir eru gjörsamlega ónýtir, bæði andlega og líkamlega"
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Roy Keane, fyrrum leikmaður Manchester United, var ekki hrifinn af frammistöðu liðsins í fyrri hálfleik í 1-1 jafnteflinu gegn Chelsea, en hann var í settinu hjá Sky Sports í kvöld.

Chelsea keyrði á United í fyrri hálfleiknum og ef það hefði ekki verið fyrir David De Gea í markinu þá hefðu gestirnir skorað tvö eða þrjú mörk.

Keane hefur reglulega rætt um gengi United og að frammistaða þeirra gerði hann fyrst reiðan og síðan sorgmæddan en hann benti á að leikmenn liðsins væru andlega og líkamlega búnir á því eftir þetta tímabil.

„Hausinn á þeim er bara farinn núna, það er enginn kraftur í þeim. Þeir hafa gefið færi á sér allt tímabilið og við erum að sjá það aftur núna," sagði Keane.

„Það er auðvelt að spila gegn þeim. Engin ákefð þegar þeir hlaupa til baka. Þeir eru þegar búnir að tapa tíu deildarleikjum og tímabilið er ekki einu sinni búið."

„Þannig það kemur ekkert á óvart það sem við erum að sjá í kvöld og sýnir bara hvar þessi hópur er staddur. Þeir eru gjörsamlega ónýtir, bæði andlega og líkamlega,"
sagði Keane.

Möguleikar United á að ná Meistaradeildarsæti eru litlir og bara svo gott sem engir. Liðið er fimm stigum á eftir Arsenal sem er í fjórða sætinu og á Arsenal tvo leiki inni.
Athugasemdir
banner
banner