Salah, Rashford, Guehi, Ten Hag, Dewsbury-Hall og fleiri í pakka dagsins
   mán 28. maí 2018 13:42
Magnús Már Einarsson
Ólafur Ingi í Fylki (Staðfest)
Ólafur Ingi Skúlason.
Ólafur Ingi Skúlason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenski landsliðsmaðurinn Ólafur Ingi Skúlason hefur samið við uppeldisfélag sitt Fylki. Samningurinn gildir út árið 2019.

Ólafur er í HM hópi Íslands en hann getur byrjað að spila með Fylki eftir að félagaskiptaglugginn opnar þann 15. júlí.

Hinn 35 ára gamli Ólafur Ingi hefur undanfarin tvö ár spilað með Karabukspor í Tyrklandi en hann hefur nú ákveðið að koma heim í Árbæinn.

Ólafur Ingi spilaði síðast með Fylki árið 2003 þegar hann var á láni frá Arsenal. Upphaflega fór Ólafur til Arsenal frá Fylki árið 2001.

Síðan þá hefur Ólafur Ingi spilað með Brentford, Helsingbörg, SönderjyskE, Zulte Waregem, Genclerbirligi og Karabukspor.

Þessi tíðindi þýða að þrír leikmenn í HM hópi Íslands eru samningsbundir liðum í Pepsi-deildinni en auk Ólafs eru það Birkir Már Sævarsson í Val og Kári Árnason sem samdi við Víking R. á dögunum.

Fylkismenn kynntu Ólaf Inga með skemmtilegu myndbandi sem má sjá hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner