Salah, Rashford, Guehi, Ten Hag, Dewsbury-Hall og fleiri í pakka dagsins
   fös 29. apríl 2022 10:41
Elvar Geir Magnússon
Klopp: Mark ef þú ert að horfa, við spilum allt öðruvísi núna!
Mark Leyland (til hægri) eftir að Liverpool vann HM félagsliða.
Mark Leyland (til hægri) eftir að Liverpool vann HM félagsliða.
Mynd: Getty Images
Newcastle tekur á móti Liverpool í hádegisleik ensku úrvalsdeildarinnar á morgun. Í teymi Newcastle bak við tjöldin má finna leikgreinandann Mark Leyland sem aðstoðar Eddie Howe.

Leyland þekkir lið Liverpool út og inn enda starfaði hann fyrir félagið þar til hann samdi við Newcastle í desember síðastliðnum. Hann og Eddie Howe unnu saman hjá Burnley á sínum tíma og urðu nánir vinir og samstarfsfélagar.

„Newcastle er á ótrúlegu skriði. Eddie hefur spilað þar stórt hlutverk. Þeir sömdu við einn af okkar leikgreinendum, Mark Leyland hefur örugglega spilað stórt hlutverk. Mark, ef þú ert að horfa... við spilum allt öðruvísi núna!" sagði Klopp kíminn á fréttamannafundi í dag.

Liverpool er í hörðu einvígi við Manchester City um Englandsmeistaratitilinn en Newcastle er sýnd veiði en ekki gefin. Liðið var í fallbaráttu þegar Howe tók við en er nú komið upp í níunda sæti.

Annars sagði Klopp frá því á fréttamannafundinum að Roberto Firmino sé enn fjarri góðu gamni og verði ekki með á St James' Park á morgun. Þá eru Kostas Tsimikas og Curtis Jones tæpir.
Athugasemdir
banner