Salah, Rashford, Guehi, Ten Hag, Dewsbury-Hall og fleiri í pakka dagsins
   fös 29. apríl 2022 23:30
Victor Pálsson
Van Dijk: Klikkað að hann sé orðinn svona góður
Mynd: EPA

Virgil van Dijk, leikmaður Liverpool, er gríðarlega hrifinn af samherja sínum Ibrahima Konate sem gekk í raðir liðsins í fyrra.


Konate er að berjast um byrjunarliðssæti hjá Liverpool við Joel Matip og fékk að byrja í 2-0 sigri á Villarreal á miðvikudag.

Konate er aðeins 22 ára gamall og á framtíðina fyrir sér og berst við Matip um sæti sem hefur spilað með liðinu í sex ár.

Frakkinn spilaði vel í 2-0 sigri í undanúrslitum Meistaradeildarinnar en hann á þó enn aðeins átta deildarleiki að baki fyrir þá rauðu.

Van Dijk hrósaði Konate í hástert fyrir þessa frammistöðu og sagði hann frábæran leikmann.

Hollendingurinn bætti síðar við: 'Að vera orðinn svona góður á þessum aldri, það er klikkað að mínu mati.'

„Hann er nú þegar að spila í svo háum gæðaflokki og er með stöðugleika. Það er frábært að gera hvorn annan betri á hverjum einasta degi. Joel hefur einnig átt magnað tímabil svo við verðum að halda þessu áfram."

Van Dijk fékk sjálfur stóra skrefið á ferlinum 26 ára gamall en hann hafði áður leikið með Celtic og Southampton.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner