Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
banner
   lau 29. maí 2021 19:12
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tuttugu áhorfendur í fyrri og tíu í seinni - „Átti ekkert að spila"
Lengjudeildin
Fram hafði betur í toppslagnum.
Fram hafði betur í toppslagnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það fór fram stórleikur í Lengjudeildinni í gær þegar tvö efstu lið deildarinnar mættust, Fram og Fjölnir.

Leikurinn fór fram í Grafarvogi við erfiðar aðstæður veðurfarslega séð.

„Það var ekki mikill fótbolti spilaður á Extravellinum í kvöld. Boltinn var meira útaf en inn á vellinum. Albert Hafsteinsson skoraði eina mark leiksins í frekar tíðindalitlum leik enda kom veðrið niður á gæðum liðanna... Þetta veður var vonlaust til fótboltaiðkunnar og réttast hefði verið að fresta þessum leik," skrifaði Anton Freyr Jónsson í skýrslu sinni en Fram vann leikinn 1-0.

Þremur leikjum var frestað í deildinni í gær en stórleikurinn fór fram í Grafarvogi, ásamt leikjum á Selfossi og á Akureyri. Það var blíða á Akureyri en vonskuveður á höfuðborgarsvæðinu.

„Mér finnst í raun og veru fáránlegt að það hafi verið spilaður leikur í gær," sagði Valur Gunnarsson, markvarðarþjálfari Leiknis í Breiðholti, í útvarpsþættinum.

„Auðvitað átti ekkert að spila í gær. Þetta var ekki boðlegt veður. Það var hætt við allar æfingar á Leiknisvellinum, það voru mörk að fjúka."

„Það er svolítið leiðinlegt að þessi öflugu lið hafi mæst við svona aðstæður þar sem það var ekki hægt að spila fótbolta. Það voru 20 áhorfendur sem létu sjá sig og þetta var frekar fúlt í ljósi þess að það er nægilegt svigrúm í Lengjudeildinni til að fresta," sagði Elvar Geir Magnússon.

„Ég var að horfa á þennan leik á netinu í gær. Það voru 20 áhorfendur í fyrri hálfleik og ekki nema tíu í seinni sýndist mér. Það snarfækkaði. Leikurinn var slakur út af þessu, út af veðuraðstæðum. Ég er sammála Val með það að það átti ekkert að spila í gær," sagði Rafn Markús Vilbergsson.

„Ég las umfjöllunina á Fótbolta.net sem Anton skrifaði. Hann gaf Pétri Guðmundssyni tíu í einkunn. Að mínu mati er þetta falleinkunn á hann því hann lætur leikinn fara fram. Veðrið versnaði þegar leið á. Ef þetta er satt að þeir hafi kastað pening. Var það djók eða?" spurði Valur.

„Ég held ekki," sagði Elvar og bætti Valur við: „Það kom fram að þeir hefðu kastað pening; ef skjaldarmerkið kemur upp, þá spilum við, annars ekki. Þetta eru Ási (þjálfari Fjölnis) og Pétur að spjalla, og Jón, þjálfari Fram, er ekki mættur. Ef þetta er satt, þá er eitthvað að í þessu ferli."

„Á meðan leik er frestað í Breiðholti á sama tíma, þá er spilað í Grafarvogi," sagði Elvar Geir.

„Þetta hlýtur að hafa verið grín hjá honum, Pétur hlýtur að taka faglega ákvörðun um að aðstæður séu í lagi," sagði Rafn Markús.

Hægt er að hlusta á alla Lengjudeildarumræðuna hér að neðan og einnig má sjá viðtalið við þjálfara Fram.
Nonni: Endanum var bara kastaður peningur upp á
Íslenski boltinn - Rok í Lengjudeildinni og þeir bestu aftast
Athugasemdir
banner