Salah, Rashford, Guehi, Ten Hag, Dewsbury-Hall og fleiri í pakka dagsins
   mán 28. maí 2018 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
HM spáin: A-riðill - 3. sæti
Rússland
Gestgjöfum Rússlands er ekki spáð upp úr riðlinum.
Gestgjöfum Rússlands er ekki spáð upp úr riðlinum.
Mynd: Getty Images
Stanislav Cherchesov er þjálfari Rússlands.
Stanislav Cherchesov er þjálfari Rússlands.
Mynd: Getty Images
Fydor Smolov.
Fydor Smolov.
Mynd: Getty Images
Golovin er bjartasta von Rússa. 21 árs gamall.
Golovin er bjartasta von Rússa. 21 árs gamall.
Mynd: Getty Images
Rússar á æfingu.
Rússar á æfingu.
Mynd: Getty Images
Nú eru aðeins rétt rúmar tvær vikur, nánar tiltekið tvær vikur og þrír dagar, þangað til flautað verður til leiks á HM í Rússlandi. Mótið hefst 14. júní og lýkur mánuði síðar, 15. júlí.

Spennan er farin að magnast og er spennan hjá landsmönnum miklu meiri en áður þar sem Ísland er nú í fyrsta sinn á meðal þáttökuþjóða.

Fótbolti.net spáir í riðlakeppnina og byrjar hún að rúlla í dag. Við fengum nokkra góða álitsgjafa í bland við starfsmenn okkar til að aðstoða okkur við spánna.

Við byrjum auðvitað á A-riðlinum og nú er komið að liðinu sem er spáð þriðja sæti. Það kemur í hlut heimamanna í Rússlandi, þeim er ekki spáð upp úr riðlinum.

Í A-riðli spila heimamenn í Rússlandi ásamt Egyptalandi, Sádí-Arabíu og Úrúgvæ.

Spámenn Fótbolta.net: Cloe Lacasse, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Gunnar Logi Gylfason, Ívan Guðjón Baldursson, Magnús Már Einarsson, Mist Rúnarsdóttir, Natasha Moraa Anasi, Orri Rafn Sigurðarson, Sara Hrund Helgadóttir, Tryggvi Guðmundsson.

Liðin fengu stig frá 1-4 eftir því sem þeim var spáð í riðlinum. Mest var því hægt að fá 44 stig, minnst 11 stig.

Spá Fótbolta.net fyrir A-riðil:

1. sæti.
2. sæti.
3. sæti. Rússland, 26 stig
4. sæti. Sádí-Arabía, 15 stig

Staða á heimslista FIFA: 66.

Um liðið: Verður Rússland aðeins önnur gestgjafaþjóð sögunnar sem fellur út í riðlakeppninni? Síðustu stórmót hafa verið mikil vonbrigði og Rússar hafa verið mjög óspennandi.

Þjálfarinn: Stanislav Cherchesov heitir maðurinn sem á að gleðja hjörtu heimamanna. Cherchesov er af gamla skólanum, 54 ára gamall. Hann spilaði sem markvörður fyrir Sovétríkin og rússneska landsliðið, en hann hefur verið í þjálfarabransanum frá árinu 2004. Hann hefur mest af þjálfað í heimalandi sínu, Rússlandi, en var að þjálfa Legia Varsjá í Póllandi áður en hann ráðinn í þetta mikla pressustarf, landsliðsþjálfarastarfið hjá Rússlandi.

Gengið undir Cherchesov hefur ekki verið sérstakt, liðið féll m.a. úr leik í riðlakeppni Álfukeppninnar síðasta sumar. Spurningin er hvort hann nái að koma mönnum í gang fyrir HM?

Árangur á síðasta á HM: Féllu úr leik í riðlakeppni.

Besti árangur á HM: 4. sæti sem Sovétríkin árið 1966.

Leikir á HM 2018:
14. júní, Rússland - Sádí-Arabía (Moskva)
19. júní, Rússland - Egyptaland (St. Pétursborg)
25. júní, Úrúgvæ - Rússland (Samara)

Af hverju Rússland gæti unnið leiki: Bland í poka. það eru að koma upp yngri leikmenn eins og Miranchuk-bræður og Aleksandr Golovin í bland við eldri og reynslumeiri leikmenn. Ef þjálfaranum tekst að koma þessum hóp þétt saman þá eru Rússar líklegir til að fara upp úr riðlinum á heimavelli.

Það skemmir ekki fyrir að hafa þjóðina á bak við sig, að vera á heimavelli. Það hefur oft fleytt liðum langt, besta dæmið um það er Suður-Kórea 2002.

Af hverju Rússland gæti tapað leikjum: Vörnin er ekki sú besta, það hafa verið meiðsli að hrjá varnarlínuna sem eru ekki góð tíðindi fyrir Cherchesov. Vörnin leit ekki vel út í æfingaleikjum í mars gegn Frakklandi og Brasilíu. Í riðlakeppninni þarf hún að passa upp á leikmenn eins og Luis Suarez og Mohamed Salah og það verður fróðlegt að sjá hvernig Rússar ætla sér að gera það.

Það vantar heilt yfir meiri gæði í leikmannahópinn hjá Rússum.

Það gæti líka reynst neikvætt að vera á heimavelli. Rússar hafa ekki þurft að fara í gegnum undankeppni og þeir byrja ekki vel, þá gæti þjóðin snúist gegn liðinu og allt fari í háaloft.

Stjarnan: Fyodor Smolov er líklega stærsta stjarnan í liði Rússa þessa stundina. Var markahæstur í rússnesku úrvalsdeildinni 2016 og 2017 og var í öðru sæti á þessu tímabili. Dreymir um klæðast treyju stærstu félaga Evrópu og til þess að gera það þarf hann að sýna sig og sanna á þessu móti.

Smolov þarf að vera stjarnan í þessu liði þar sem Aleksandr Kokorin, sóknarmaður Zenit og Rússlands, verður ekki með á mótinu vegna alvarlegra meiðsla.

Fylgstu með: Aleksandr Golovin er bjartasta von Rússa, 21 árs gamall miðjumaður. Hefur verið að brillera með CSKA Moskvu og vakið áhuga stærri liða eins og Arsenal og Chelsea.

Líklegt byrjunarlið að mati Yahoo Sports (5-3-1-1): Igor Akinfeev; Mario Fernandes, Vladimir Granat, Ilya Kutepov, Fyodor Kudryashov, Yuri Zhirkov; Roman Zobnin, Aleksandr Golovin, Alan Dzagoev; Aleksei Miranchuk; Fyodor Smolov.

Leikmannahópurinn:
Rússland hefur tilkynnt 28 manna hóp, hann verður minnkaður í 23 manna hóp fyrir 4. júní.

Markverðir: Igor Akinfeev (CSKA Moskvu), Vladimir Gabulov (Club Brugge), Soslan Dzhanaev (Rubin Kazan), Andrey Lunev (Zenit St Petersburg).

Varnarmenn: Vladimir Granat, Fedor Kudryashov (báðir hjá Rubin Kazan), Ilya Kutepov (Spartak Moskvu), Roman Neustadter (Fenerbahce), Konstantin Rausch (Dynamo Moskvu), Andrey Semenov (Akhmat Grozny), Igor Smolnikov (Zenit St Petersburg), Mario Fernandes, Sergei Ignashevich (báðir hjá CSKA Moskvu).

Miðjumenn: Yuri Gazinskiy (Krasnodar), Alexsandr Golovin, Alan Dzagoev (báðir hjá CSKA Moskvu), Aleksandr Erokhin, Yuri Zhirkov, Daler Kuzyaev (allir hjá Zenit St Petersburg), Roman Zobnin, Alexsandr Samedov (báðir hjá Spartak Moskvu), Anton Miranchuk (Lokomotiv Moskvu), Aleksandr Tashaev (Dynamo Moskvu), Denis Cheryshev (Villarreal).

Sóknarmenn: Artem Dzyuba (Arsenal Tula), Aleksey Miranchuk (Lokomotiv Moskvu), Fedor Smolov (Krasnodar), Fedor Chalov (CSKA Moskvu).
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner