Salah, Rashford, Guehi, Ten Hag, Dewsbury-Hall og fleiri í pakka dagsins
   fim 31. maí 2018 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
HM spáin: B-riðill - 3. sæti
Marokkó
Marokkó er spáð þriðja sæti í B-riðli.
Marokkó er spáð þriðja sæti í B-riðli.
Mynd: Getty Images
Benatia er fyrirliði Marokko.
Benatia er fyrirliði Marokko.
Mynd: Getty Images
Herve Renard er fær þjálfari. Hann hefur unnið Afríkukeppnina tvisvar.
Herve Renard er fær þjálfari. Hann hefur unnið Afríkukeppnina tvisvar.
Mynd: Getty Images
Hakim Ziyech er spennandi leikmaður.
Hakim Ziyech er spennandi leikmaður.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Nú eru aðeins rétt rúmar tvær vikur þangað til flautað verður til leiks á HM í Rússlandi. Mótið hefst 14. júní og lýkur mánuði síðar, 15. júlí.

Spennan er farin að magnast og er spennan hjá landsmönnum miklu meiri en áður þar sem Ísland er nú í fyrsta sinn á meðal þáttökuþjóða.

Fótbolti.net er með spá í riðlakeppnina og heldur hún áfram í dag. Við fengum nokkra góða álitsgjafa í bland við starfsmenn okkar til að aðstoða okkur við spána.

Smelltu hér til að skoða spánna fyrir A-riðil.

Núna er komið að B-riðlinum og liðinu sem er spáð þriðja sæti þar. Spáin fyrir allan B-riðilinn verður uppljóstruð eftir því sem líður á daginn.

Í B-riðli spila nágrannaþjóðirnar Spánn, Portúgal og Marokkó, ásamt Írönum.

Spámenn Fótbolta.net: Cloe Lacasse, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Gunnar Logi Gylfason, Ívan Guðjón Baldursson, Magnús Már Einarsson, Mist Rúnarsdóttir, Natasha Moraa Anasi, Orri Rafn Sigurðarson, Sara Hrund Helgadóttir, Tryggvi Guðmundsson.

Liðin fengu stig frá 1-4 eftir því sem þeim var spáð í riðlinum. Mest var því hægt að fá 44 stig, minnst 11 stig.

Spá Fótbolta.net fyrir B-riðil:

1. sæti.
2. sæti.
3. sæti. Marokkó, 20 stig
4. sæti. Íran, 13 stig

Staða á heimslista FIFA: 42

Um liðið: Marokkó er að fara inn á sitt fimmta Heimsmeistaramót. Í síðasta legg undankeppninnar í Afríku skoraði liðið 11 mörk og fékk á sig núll. Marokkó er með lið sem getur komið á óvart þegar til Rússlands er komið og það verður örugglega vinsælt að halda með þeim á mótinu.

Þjálfarinn: Herve Renard stýrir Marokkó. Hann er eini þjálfarinn í sögunni sem hefur unnið Afríkukeppnina með tveimur mismunandi þjóðum, með Zambíu 2012 og Fílabeinsströndinni þremur árum síðar.

Núna stýrir hann Marokkó eftir misheppnaða dvöl hjá Lille í Frakklandi. Hann kom Marokkó á sitt fyrsta Heimsmeistaramót frá 1998 og nú er næsta markmið að koma liðinu í 16-liða úrslit.

Árangur á síðasta HM: Voru ekki með.

Besti árangur á HM: 16-liða úrslit árið 1986.

Leikir á HM 2018:
15. júní, Marokkó - Íran (St. Pétursborg)
20. júní, Portúgal - Marokkó (Moskva)
25. júní, Spánn - Marokkó (Kalíníngrad)

Af hverju Marokkó gæti unnið leiki: Herve Renard hefur sýnt það að hann kann að búa til vel skipulögð landslið. Hann hefur haft verkfærin í höndunum til þess að gera það hjá Marokkó með Mehdi Benatia í broddi fylkingar. Liðið er vel mannað í vörninni með Benatia sem sinn forystusauð.

Það verður erfitt fyrir önnur lið að brjóta Marokko á bak aftur, en það er ekki bara vörnin sem er sterk. Á miðjusvæðinu eru líka hæfileikaríkir leikmenn eins og Younes Belhanda, Mbark Boussoufa og Hakim Ziyech. Það eru leikmenn sem geta haldið boltanum og hreyft hann vel.

Ef vörn og miðja tengja vel saman, þá getur Marokkó komið fólki á óvart í Rússlandi.

Af hverju Marokkó gæti tapað leikjum: Það er spurningamerki á báðum endum vallarins. Aðalmarkvörðurinn hefur aldrei spilað í efstu deild og sóknarmaður númer eitt, Khalid Boutaib, hefur ekki verið að spila í fremstu röð. Það er spurning hvernig þeir höndla pressuna á stóra sviðinu í Rússlandi.

Margir af byrjunarliðsmönnum Marokkó eru komnir yfir þrítugt og fróðlegt verður að sjá hvað gerist ef Marokkó lendir undir í leikjum sínum, sérstaklega gegn Spáni eða Portúgal.

Stjarnan: Mehdi Benatia, fyrirliði liðsins. Benatia er af koma úr góðu tímabili með Juventus og var hann m.a. valinn í lið ársins hjá Birni Má Ólafssyni hér á Fótbolta.net. Benatia er leiðtogi Marokkó og hann verður satt best að segja að eiga gott mót í hjarta varnarinnar.

Fylgstu með: Hakim Ziyech. Sóknarsinnaður miðjumaður sem hefur verið að spila frábærlega í hollensku úrvalsdeildinni með Ajax. Er á radarnum hjá stórum liðum í Evrópu og með góðri frammistöðu á mótinu, þá gæti hann farið í stærri deild og stærra lið.

Ziyech lagði upp flest mörk af öllum í hollensku úrvalsdeildinni í vetur, hann getur tekið yfir leiki.

Líklegt byrjunarlið að mati Yahoo Sports (4-1-4-1): Munir Mohamedi; Nabil Dirar, Medhi Benatia, Romain Saiss, Achraf Hakimi; Karim El Ahmadi; Nordin Amrabat, Younes Belhanda, Mbark Boussoufa, Hakim Ziyech; Khalid Boutaib.

Leikmannahópurinn:
Þetta er 23 manna hópur Marokkó sem fer á HM.

Markverðir: Mounir (Numancia), Yassine Bounou (Girona), Ahmad Reda Tagnaouti (Ittihad Tanger)

Varnarmenn: Mehdi Benatia (Juventus), Romain Saiss (Wolves), Manuel Da Costa (Basaksehir), Badr Benoun (Raja Casablanca), Nabil Dirar (Fenerbahce), Achraf Hakimi (Real Madrid), Hamza Mendyl (LOSC)

Miðjumenn: M'barek Boussoufa (Al Jazira), Karim El Ahmadi (Feyenoord), Youssef Ait Bennasser (Caen), Sofyan Amrabat (Feyenoord), Younes Belhanda (Galatasaray), Faycal Fajr (Getafe), Amine Harit (Schalke 04)

Sóknarmenn: Khalid Boutaib (Malatyaspor), Aziz Bouhaddouz (Saint Pauli), Ayoub El Kaabi (Renaissance Berkane), Nordin Amrabat (Leganes), Mehdi Carcela (Standard de Liege), Hakim Ziyech (Ajax).

Sjá einnig:
Boufal ekki í HM hópnum hjá Marokkó
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner