Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   fim 21. júlí 2016 23:09
Arnar Daði Arnarsson
Útileikmaður fór í markið hjá Fjarðabyggð í kvöld
Andri Þór fór í markið.
Andri Þór fór í markið.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Huginn sigraði Fjarðabyggð í botnbaráttu-nágrannaslag í Inkasso-deildinni í kvöld, en lokatölur urðu 1-0 og skoraði Stefán Ómar Magnússon eina markið á 85. mínútu leiksins.

Það sem vakti hvað mesta athygli, var, að í marki Fjarðabyggðar er markið kom var útileikmaðurinn, Andri Þór Magnússon.

Sveinn Sigurður Jóhannesson, markvörður Fjarðabyggðar fór nefnilega af velli á 67. mínútu leiksins vegna meiðsla í læri og þá voru góð ráð dýr. Sveinn Sigurður er á láni frá Stjörnunni og er Fjarðabyggð ekki með neinn varamarkvörð.

Andri Þór fór því í markið en hann gat lítið gert við marki Stefáns Ómars sem kom eftir fyrirgjöf og Stefán Ómar skallaði í markið af stuttu færi.

Fjarðabyggð á mikilvægan leik gegn Leikni F. næstkomandi miðvikudag og það verður athyglisvert að sjá hvort Sveinn Sigurður verði orðinn leikfær fyrir þann leik.
Athugasemdir
banner