Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   fös 04. ágúst 2017 09:30
Magnús Már Einarsson
Bestur í Inkasso: Innst inni er ég búinn að velja horn
Arnar Freyr Ólafsson (HK)
Arnar Freyr Ólafsson.
Arnar Freyr Ólafsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Sigurinn var virkilega sætur og þá sérstaklega vegna þess hve mikla vinnu liðið lagði á sig í leiknum. Það að vinna toppliðið gerir sigurinn líka aðeins sætari," sagði Arnar Freyr Ólafsson, markvörður HK, við Fótbolta.net.

Arnar er leikmaður 15. umferðar í Inkasso-deildinni en hann varði víti og hélt hreinu í 1-0 útisigri HK á Fylki í fyrrakvöld.

„Auðvitað er ég ánægður með frammistöðuna mína í fyrrdag. Bæði að ná að halda hreinu og vinna leikinn sem er auðvitað alltaf markmiðið hjá manni fyrir hvern einasta leik og þetta gefur manni líka aukið sjálfstraust fyrir komandi leiki."

HK hefur verið á miklu flugi undanfarið en sigurinn gegn Fylki var fjórði sigurinn í röð.

„Að mínu mati er lykilatriði að þessum góða árangri að við höfum trú á því sem þjálfararnir eru að leggja upp fyrir okkur og einnig vitum við allir hvað við getum ef við stöndum saman sem lið."

Arnar varði víti frá Daða Ólafssyni í leiknum. Var hann búinn að ákveða að skutla sér í þetta horn? „Hjá mér er þetta bara sitt lítið að hvoru. Ég reyni auðvitað að lesa hvert hann er að fara að skjóta en innst inni er ég búin að velja horn sem ég held að hann skjóti í."

Hjörvar Hafliðason er markmannþjálfari HK og Arnar er ánægður með hans störf. „Hjörvar hefur reynst mér vel sem markmannsþjálfari þann tíma sem hann hefur þjálfað mig. Hann hefur hjálpað mér að þroskast sem markmaður og saman höfum við unnið að því að bæta mína styrkleika og vinna í veikleikunum."

HK er í 6. sæti Inkasso-deildarinnar en Arnar er bjartsýnn fyrir lokakafla sumarsins.

„Miðað við úrslitin í seinustu leikjum þá höfum sýnt að framhaldið er bjart og ef menn eru tilbúnir að leggja jafn mikið á sig og í undanförnum leikjum að þá getum við gert góða hluti. Við tökum einn leik fyrir í einu en með sama aga og vinnusemi að þá getum við gert stóra hluti í Inkasso deildinni," sagði Arnar að lokum.

Sjá einnig:
Bestur í 14. umferð - Ragnar Bragi Sveinsson (Fylkir)
Bestur í 13. umferð - Orri Sigurjónsson (Þór)
Bestur í 12. umferð - Pétur Steinn Þorsteinsson (Grótta)
Bestur í 11. umferð - Daníel Snorri Guðlaugsson (Haukar)
Bestur í 10. umferð - Bjarni Gunnarsson (HK
Bestur í 9. umferð - Björgvin Stefánsson (Haukar)
Bestur í 8. umferð - Kristinn Justiniano Snjólfsson (Leiknir F.)
Bestur í 7. umferð - Hólmar Örn Rúnarsson (Keflavík)
Bestur í 6. umferð - Ísak Óli Ólafsson (Keflavík)
Bestur í 5. umferð - Arnar Darri Pétursson (Þróttur)
Bestur í 4. umferð - Emil Ásmundsson (Fylkir)
Bestur í 3. umferð - Víðir Þorvarðarson (Þróttur)
Bestur í 2. umferð - Andy Pew (Selfoss)
Bestur í 1. umferð - Andrés Már Jóhannesson (Fylkir)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner