Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
banner
   lau 06. janúar 2018 15:09
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Morgunblaðið 
Harpa Þorsteins ekki viss hversu mikið hún verður með
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Harpa Þorsteinsdóttir, sóknarmaður Stjörnunnar, segir frá því í samtali við Morgunblaðið í dag að hún sé ekki viss hversu mikinn fótbolta hún mun spila næsta sumar.

Harpa eignaðist strákinn Ými á síðasta ári en henni tókst að snúa aftur á fótboltavöllinn áður en EM í Hollandi byrjaði. Þar komst hún í íslenska landsliðshópinn sem fór á mótið.

Harpa spilaði alls 16 leiki í deild og bikar á síðasta tímabili og skoraði í þeim fimm mörk.

Hún hefur í heildina skorað meira en 170 mörk í efstu deild hér á landi en hún hefur þrisvar sinnum verið markadrottning Pepsi-deildarinnar, 2013 (28 mörk), 2014 (27 mörk) og 2016 (20 mörk).

Við Morgunblaðið í dag sagði hún: „Ég er bara að skoða þessi mál núna. Ég gekkst und­ir minni hátt­ar aðgerð og þarf 2-3 vik­ur til að jafna mig eft­ir hana svo ég gef mér að minnsta kosti þann tíma til að ákveða hvað ég geri."

„Ég verð áfram í fót­bolta en það er bara spurn­ing hve mikið."
Athugasemdir
banner
banner
banner