Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   mið 01. janúar 2020 14:28
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Jöfnunarmark Brighton gegn Chelsea af dýrari gerðinni
Magnað mark hjá þessum.
Magnað mark hjá þessum.
Mynd: Getty Images
Jóhann Berg kom inn á í hálfleik.
Jóhann Berg kom inn á í hálfleik.
Mynd: Getty Images
Baráttan um að komast á meðal efstu fjögurra liðanna í ensku úrvalsdeildinni er enn opin. Chelsea, liðið sem er núna í fjórða sæti, gerði jafntefli við Brighton á útivelli.

Cesar Azpilicueta, fyrirliði Chelsea, skoraði fyrsta markið í leiknum eftir tíu mínútur. Boltinn féll til hans eftir að Brighton bjargaði á línu eftir tilraun Tammy Abraham.

Staðan var 1-0 í hálfleik, en heimamönnum í Brighton tókst að jafna metin á 84. mínútu. Það var varamaðurinn Alireza Alireza Jahanbakhsh sem skoraði og ekki var markið af ódýrari gerðinni. Markið gerði hann með hjólhestaspyrnu.

Svakalegt mark, hans annað mark fyrir félagið. Hann skoraði sitt fyrsta mark í 2-0 sigri á Bournemouth í síðustu viku og lýsti því sem tilfinningaþrunginni stund.

Brighton var ef eitthvað er líklegra liðið til að vinna leikinn eftir jöfnunarmarkið, en fleiri mörk voru ekki skoruð. Lokatölur 1-1 og er Chelsea núna með fimm stiga forystu á Manchester United, sem er í fimmta sæti. Man Utd mætir Arsenal í kvöld. Brighton er í 13. sæti með 24 stig.

Það fór annar leikur fram á sama tíma og þar hafði Aston Villa betur gegn Burnley á útivelli.

Villa leiddi 2-0 í hálfleik, en það hefði verið 3-0 ef ekki hefði verið fyrir rangstöðumark sem var dæmt af liðinu. Mjög naumt, en VAR skarst í leikinn eins og svo oft áður.

Jóhann Berg Guðmundsson kom inn á í hálfleik fyrir Burnley. Chris Wood minnkaði muninn þegar tíu mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma, en ekki voru fleiri mörk skoruð og 2-1 Aston Villa staðreynd.

Aston Villa kemur sér upp úr fallsæti með þessum sigri og er núna í 16. sæti með 21 stig. Burnley er með 24 stig í 14. sæti.

Brighton 1 - 1 Chelsea
0-1 Cesar Azpilicueta ('10 )
1-1 Alireza Jahanbakhsh ('84 )

Burnley 1 - 2 Aston Villa
0-1 Wesley ('27 )
0-2 Jack Grealish ('41 )
1-2 Chris Wood ('80 )

Klukkan 15:00 hefjast þrír leikir. Smelltu hér til að sjá byrjunarliðin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner