Salah, Rashford, Guehi, Ten Hag, Dewsbury-Hall og fleiri í pakka dagsins
   sun 01. október 2017 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Verður leikur Barcelona og Las Palmas ekki spilaður?
Mynd: Getty Images
Ef marka má helstu fréttamiðlana á Spáni verður leikur Barcelona og Las Palmas í spænsku úrvalsdeildinni, La Liga, ekki spilaður í dag vegna þeirra átaka sem ríkja nú í Katalóníu.

Það hafa mikil átök brotist út í Katalóníu í dag þar sem íbúar ætluðu að ganga til atkvæðagreiðslu um sjálfstæði héraðsins frá Spáni

Spænska lögreglan hefur reynt að koma í veg fyrir að fólki kjósi, lögreglan hefur ruðst inn á kjörstaði og gert kjörkassa upptæka.

Víða hefur komið til átaka á milli lögreglu og almennings og er mikið af myndböndum í dreifingu á samfélagsmiðlum sem sýnir átökin. Hér að neðan má sjá eitt slíkt, en við vörum við myndum.

Barcelona sendi inn beiðni til spænska knattspyrnusambandsins um að hætta við leikinn. Ekki er enn vitað um svör spænska knattspyrnusambandsins, en ef marka má Twitter og helstu fréttamiðla hefur verið tekin ákvörðun um að hætta við leikinn.

Leikurinn átti að hefjast núna klukkan 14:15.



Athugasemdir
banner
banner