Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   mið 02. október 2019 12:19
Elvar Geir Magnússon
Gnabry aðeins sá ellefti sem fær fullt hús frá L'Equipe
Serge Gnabry.
Serge Gnabry.
Mynd: Getty Images
Serge Gnabry er maður vikunnar en hann gerði sér lítið fyrir og skoraði fjögur mörk í 7-2 útisigri Bayern München gegn Tottenham í Meistaradeildinni í gær.

Franska blaðið L'Equipe gaf honum 10/10 í einkunn en það er þekkt fyrir að fara frekar sparlega með fullu húsin.

Gnabry er aðeins elleftir leikmaðurinn til að fá 10.

Blaðamenn L'Equipe eru farnir að vera aðeins gjafmildari því að þrisvar hefur leikmaður fengið 10 á þessu ári.

Serge Aurier, Toby Alderweireld, Jan Vertonghen og Dele Alli voru allir tvistaðir af franska blaðinu í gær, fengu 2/10 en stjórinn Mauricio Pochettino fékk sömu einkunn.

Þeir sem hafa fengið 10/10 frá L'Equipe
1. Sauzee (Frakkland - Grikkland, 1988)
2. Bruno Martini (Frakkland - Grikkland, 1988)
3. Oleg Salenko (Rússland - Kamerún, 1994)
4. Lars Windfeld (Aarhus - Nantes, 1997)
5. Lionel Messi (Barcelona - Arsenal, 2010)
6. Lionel Messi (Barcelona - Bayer Leverkusen, 2012)
7. Robert Lewandowski (Borussia Dortmund - Real Madrid, 2013)
8. Carlos Eduardo (Nice - Guingamp, 2014)
9. Neymar (Paris Saint-Germain - Dijon, 2018)
10. Dusan Tadic (Ajax - Real Madrid, 2019)
11. Lucas Moura (Tottenham - Ajax, 2019)
12. Serge Gnabry (Bayern München - Tottenham, 2019)
Athugasemdir
banner
banner