Salah, Rashford, Guehi, Ten Hag, Dewsbury-Hall og fleiri í pakka dagsins
   fös 05. apríl 2024 07:45
Elvar Geir Magnússon
Opnunarleikurinn í höndum lögregluvarðstjórans
Pétur Guðmundsson.
Pétur Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Besta deildin fer af stað annað kvöld en Íslands- og bikarmeistarar Víkings taka á móti Stjörnunni í opnunarleiknum.

Það verður lögregluvarðstjórinn Pétur Guðmundsson sem dæmir þennan stórleik undir flóðljósunum á laugardagskvöldi og mun flauta til leiks 19:15.

Stjarnan endaði í þriðja sæti í fyrra og má búast við stórskemmtilegum leik. Margra augu munu beinast að Gylfa Sigurðssyni, skærustu stjörnu deildarinnar, sem gekk í raðir Vals í vetur.

Bryngeir Valdimarsson og Guðmundur Ingi Bjarnason verða aðstoðardómarar í leiknum og Arnar Ingi Ingvarsson fjórði dómari.

Svona verður fyrsta umferðin:

laugardagur 6. apríl
19:15 Víkingur R.-Stjarnan (Víkingsvöllur)

sunnudagur 7. apríl
13:00 Fram-Vestri (Lambhagavöllurinn)
17:00 KA-HK (Greifavöllurinn)
19:15 Valur-ÍA (N1-völlurinn Hlíðarenda)
19:15 Fylkir-KR (Würth völlurinn)

mánudagur 8. apríl
19:15 Breiðablik-FH (Kópavogsvöllur)
Athugasemdir
banner
banner