Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
   fös 08. mars 2024 10:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
Markakóngurinn mættur í Kópavog - „Búinn að segja mér marga góða hluti"
Benjamin Stokke.
Benjamin Stokke.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mættur í Kópavoginn.
Mættur í Kópavoginn.
Mynd: Breiðablik
Brynjólfur Willumsson.
Brynjólfur Willumsson.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
'Það er gott að vera kominn hingað'
'Það er gott að vera kominn hingað'
Mynd: Breiðablik
Norski sóknarmaðurinn Benjamin Stokke skrifaði á dögunum undir samning við Breiðablik. Honum er ætlað að reima á sig markaskóna á Kópavoginum í sumar eftir að hafa endað sem markakóngur B-deildarinnar í Noregi í fyrra.

„Mér líður vel. Það er búið að taka vel á móti mér; strákarnir eru vingjarnlegir, aðstaðan er flott og félagið er mjög metnaðarfullt. Það er gott að vera kominn hingað," segir Stokke í samtali við Fótbolta.net.

Valdi Ísland frekar en B-deildina í Kína
Stokke var á síðast á mála hjá Kristiansund í norsku B-deildinni, en hann hefur einnig spilað fyrir Vålerenga, Levanger, Mjöndalen, Sandefjord og Randers.

Framherjinn á 73 mörk í tveimur efstu deildunum í Noregi, en hann skoraði 16 mörk og endaði markahæstur er Kristiansund kom sér upp í efstu deild undir lok síðasta árs. Það var mikill áhugi á honum eftir að hann ákvað að yfirgefa Kristiansund, skiljanlega.

„Það komu tilboð og það var áhugi til staðar en ég þurfti að hugsa málið vel þar sem ég er með fjölskyldu og þriggja ára gamalt barn. Við vildum upplifa eitthvað nýtt og þetta hentaði fjölskyldu minni vel. Þetta er spennandi ævintýri," segir Stokke.

„Það var áhugi frá allskonar stöðum; Noregi, Möltu, Litháen og líka frá liði í B-deild í Kína. Besta lausnin fyrir mig og fjölskyldu mína var hérna. Skandinavíski kúltúrinn er eitthvað sem við þekkjum og líður vel í. Þetta er spennandi og það er margt hér að sjá utan fótboltans. En auðvitað er fótboltinn aðalástæðan fyrir því að ég er hérna. Vonandi mun fjölskylda mín njóta reynslunnar sem fylgir því að vera hérna."

Hann segir það spennandi að koma inn í félag sem ætlar sér að vinna titla og að komast langt í Evrópu.

„Það er spennandi að vera hérna því Breiðablik er með mikinn metnað, félagið stefnir aftur hátt í Evrópu og að vinna Íslandsmeistaratitilinn. Svona metnaður og að vinna titla er heillandi fyrir mig," segir Stokke.

„Ég er koma inn í góðan hóp. Það er mikið talað í búningsklefanum. Ég skil ekki alveg allt en ég mun reyna að læra eins fljótt og ég get."

Búinn að spyrja Brynjólf spjörunum úr
Blikinn Brynjólfur Andersen Willumsson var samherji hans hjá Kristiansund. Stokke var því búinn að fræðast mikið um Breiðablik þegar hann samdi í Kópavoginum.

„Ég og Brynjólfur töluðum mikið saman um Breiðablik. Hann hefur svarað öllum mínum spurningum og það er gott að þekkja einhvern sem veit svo mikið um þetta félag. Ég get spurt hann um allt og hann er búinn að segja mér marga góða hluti. Það hjálpar mér að heyra hann segja góða hluti," segir sóknarmaðurinn.

Brynjólfur ræddi við Fótbolta.net um Stokke á dögunum og spáir hann því að sóknarmaðurinn muni fara í tveggja stafa tölu í markaskorun í sumar.

„Ég heyrði að hann hefði sagt eitthvað í viðtali en það er gott að fá pressuna. Ég sýndi í Noregi að ég get skorað mörk. Ég þarf að finna tenginguna við liðsfélaga mína. Þetta er ný deild og ný menning. Ég þarf að aðlagast eins hratt og ég get. Við sjáum til hvort ég geti gert það sama hérna."

Sú dyr lokaðist og þá opnuðust nýjar
Stokke varð samningslaus eftir síðasta tímabil en Kristiansund vildi lækka hann í launum eftir að hann endaði markahæstur. Það var mikið gagnrýnt hvernig félagið kom fram við hann.

„Kristiansund var mitt fótboltaheimili. Ég og fjölskylda mín áttum marga góða vini þarna. Ég er ekki þaðan en þetta var eins og heimili mitt samt sem áður, bæði fótboltafélagið og borgin. Þetta var erfið ákvörðun en þetta gekk ekki upp eins og við hefðum viljað. Þær dyr lokuðust og þá opnuðust nýjar dyr," segir Stokke en hefur hann tekið eftir pirringi stuðningsmanna Kristiansund að hann sé farinn?

„Ég er viss um að það voru mikil viðbrögð en ég hef ekki lesið allt. Ég hef fengið stuðning og fólk að tala um að þetta hafi verið skrítið. Það er alltaf gott að heyra góða hluti og fá stuðning. En ég er spenntur að koma hingað og reyna fyrir mér hérna."

Hann vonast til að halda áfram að skora núna þegar hann er mættur til Íslands.

„Við vorum með gott lið og eiginleikar liðsins hentuðu mér vel sem leikmanni. Ég náði að nýta mína styrkleika vel og vonandi get ég gert það sama hérna. Ef ég get sýnt mitt rétta andlit þá er ég viss um að ég geti skorað mörk. Það snýst allt um að mynda tengingar við liðsfélagana mína," sagði þessi brosmildi sóknarmaður en allt viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner