Man Utd ætlar að reka Ten Hag - Hver tekur við? - Tuchel hefur áhuga á starfinu
   mið 28. febrúar 2024 12:42
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Furðuleg ákvörðun að endursemja ekki við verðandi leikmann Blika
Benjamin Stokke.
Benjamin Stokke.
Mynd: Getty Images
Breiðablik er að reyna að fá norska framherjann Benjamin Stokke í sínar raðir en það virðist ekki ríkja mikil ánægja með það hjá stuðningsmönnum Kristiansund í Noregi að hann sé að fara annað.

Hinn 33 ára gamli Stokke er 191 sentímeter á hæð og er þessi hreinræktaða 'nía' sem virðist tikka í öll box Blika.

Hann var á síðast á mála hjá Kristiansund í norsku B-deildinni, en hann hefur einnig spilað fyrir Vålerenga, Levanger, Mjöndalen, Sandefjord og Randers. Framherjinn á 73 mörk í tveimur efstu deildunum í Noregi, en hann skoraði 16 mörk og endaði markahæstur er Kristiansund kom sér upp í efstu deild undir lok síðasta árs. Blikinn Brynjólfur Andersen Willumsson var samherji hans.

Aage G. Sivertsen sem skrifar fyrir KSU í Noregi er mjög svekktur með það að Stokke sé að yfirgefa Kristiansund. „Hann var markahæstur og fékk ekki nýjan samning, eða fékk ekki launahækkun. Það er bara skrítið," skrifar Sivertsen.

„Ég hef skrifað margar jákvæðar greinar um Kristiansund og mun halda áfram að gera það en þessi ákvörðun er afar furðuleg."

Stokke varð samningslaus eftir síðasta tímabil og er í leit að nýju félagi. Félagið vildi lækka hann í launum en á sama tíma fengu liðsfélagar hans 25 prósent launahækkun. Stokke ákvað því að leita á önnur mið en svo virðist sem hann sé að lenda í Kópavoginum.
Athugasemdir
banner
banner