Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   mán 09. júlí 2018 11:02
Magnús Már Einarsson
Gulli Gull: Mér ofbauð orðbragð áhorfenda
Gunnleifur Gunnleifsson.
Gunnleifur Gunnleifsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnleifi Gunnleifssyni, markverði og fyrirliða Breiðabliks, ofbauð hegðun stuðningsmanna ÍBV eftir markalaust jafntefli liðanna á Hásteinsvelli í fyrradag.

Gunnleifur svaraði stuðningsmönnum ÍBV fullum hálsi eftir leik þegar þeir gagnrýndu störf Þorvaldar Árnasonar sem dæmdi leikinn.

„Mér ofbauð orðbragð áhorfenda í garð dómaranna eftir leikinn. Það á ekki að tala svona við fólk. Það voru fullt af börnum að hlusta á þetta og fylgjast með þessari hegðun," sagði Gunnleifur við Fótbolta.net í dag.

„Ég svaraði þeim fullum hálsi og sagði þeim að svona talsmáti og hegðun væri ekki fólki bjóðandi, sérstaklega fyrir framan börn. Þetta þarf ekkert að vera svona."

„Eftir þennan leik hefðu stuðningsmenn ÍBV átt að þakka markmanninum sínum fyrir og klappa fyrir honum í stað þess að öskra á dómarana sem dæmdu leikinn vel og gerðu sitt besta," bætti Gunnleifur við en Halldór Páll Geirsson, markvörður ÍBV, varði vítaspyrnu og var valinn maður leiksins.

Halldór Páll varði meðal annars vítaspyrnu frá Gísla Eyjólfssyni undir lok leiksins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner