Salah, Rashford, Guehi, Ten Hag, Dewsbury-Hall og fleiri í pakka dagsins
   fim 14. apríl 2022 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Við erum nú þegar með stórstjörnu"
Ansu Fati.
Ansu Fati.
Mynd: Getty Images
Joan Laporta, forseti Barcelona, telur að félagið þurfi ekki að kaupa stórstjörnu í sumar. Það sé nú þegar stórstjarna í herbúðum félagsins.

„Við erum nú þegar með stórstjörnu og nafn hans er Ansu Fati. Við erum að bíða eftir því að hann komi til baka," sagði Laporta.

Fati er 19 ára gamall kantmaður sem braust fram á sjónarsviðið fyrir um tveimur árum síðan.

Hann þykir einn efnilegasti leikmaður í heimi en meiðsli hafa sett strik í reikninginn á ferli hans.

Það er vonandi fyrir Barcelona að hann nái að jafna sig vel og örugglega og komi sterkari til baka. Framtíðin er björt ef hann nær að halda sér heilum.
Athugasemdir
banner
banner
banner