Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   lau 18. júlí 2020 14:30
Ívan Guðjón Baldursson
Lampard: Leikmenn Man Utd góðir að fiska vítaspyrnur
Mynd: Getty Images
Chelsea og Manchester United eigast við í undanúrslitum FA bikarsins annað kvöld og eru einnig í harðri baráttu um síðasta Meistaradeildarsætið í ensku úrvalsdeildinni.

Man Utd hefur drottnað yfir Chelsea í innbyrðisviðureignum á tímabilinu en Frank Lampard óttast getu leikmanna Man Utd til að afla sér vítaspyrna. Rauðu djöflarnir eru búnir að fá þrettán víti í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu og jöfnuðu þannig vítamet deildarinnar.

„Það væri fínt ef VAR myndi virka í okkar hag í þetta eina skipti. Það er alltaf mannlegur þáttur, það er alltaf einhver sem þarf að taka ákvörðun," sagði Lampard.

„Síðustu VAR ákvarðanir í leikjum Man Utd hafa verið ruglandi, þær falla allar sömu megin. Til dæmis átti Palace að fá augljósa vítaspyrnu á fimmtudaginn en hún var ekki gefin.

„Leikmenn liðsins eru mjög snjallir í hreyfingum sínum og er Bruno Fernandes gott dæmi. Við sáum það gegn Aston Villa að hann getur látið atvik líta út fyrir að eiga að vera vítaspyrna þó dómarinn eigi kannski ekki að flauta."

Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 35 25 5 5 85 28 +57 80
2 Man City 34 24 7 3 82 32 +50 79
3 Liverpool 35 22 9 4 77 36 +41 75
4 Aston Villa 35 20 7 8 73 52 +21 67
5 Tottenham 34 18 6 10 67 53 +14 60
6 Man Utd 34 16 6 12 52 51 +1 54
7 Newcastle 34 16 5 13 74 55 +19 53
8 Chelsea 34 14 9 11 64 59 +5 51
9 West Ham 35 13 10 12 56 65 -9 49
10 Bournemouth 35 13 9 13 52 60 -8 48
11 Wolves 35 13 7 15 48 55 -7 46
12 Brighton 34 11 11 12 52 57 -5 44
13 Fulham 35 12 7 16 51 55 -4 43
14 Crystal Palace 35 10 10 15 45 57 -12 40
15 Everton 35 12 8 15 37 48 -11 36
16 Brentford 35 9 8 18 52 60 -8 35
17 Nott. Forest 35 7 9 19 42 62 -20 26
18 Luton 35 6 7 22 48 77 -29 25
19 Burnley 35 5 9 21 38 70 -32 24
20 Sheffield Utd 35 3 7 25 34 97 -63 16
Athugasemdir
banner
banner