Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 18. september 2018 14:30
Magnús Már Einarsson
Best í 17. umferð: Verð vonandi íslenskur ríkisborgari í desember
Cloe Lacasse (ÍBV)
Cloé Lacasse.
Cloé Lacasse.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Cloe Lacasse fór á kostum þegar ÍBV burstaði HK/Víking 5-1 í næstsíðustu umferðinni í Pepsi-deild kvenna í gær. Cloe skoraði fernu í leiknum og er fyrir vikið leikmaður umferðarinnar.

„Mér fannst þetta ekki vera besti leikurinn á tímabilinu," sagði Cloe við Fótbolta.net í dag.

„Hins vegar var þetta góð einstaklings og liðsframmistaða og það var gaman að ná nokkrum mörkum snemma í leiknum. Við nýttum færin okkar og vorum öflugar á síðasta þriðjungi vallarins,"

ÍBV siglir lygnan sjó í fimmta sæti deildarinnar fyrir lokaumferðina um næstu helgi.

„Mér fannst við vera léleg fyrri hluta tímabils. Við lentum í meiðslum og það þurfti að gera breytingar til að bæta liðið."

„Í síðari umferðinni höfum við fengið leikmenn til baka úr meiðslum og gert nokkrar breytingar á liðsuppstillingunni. Ég tel að það hafi virkað best því við höfum náð í mun betri úrslit í síðari umferðinni."


Cloe vill ekki gefa upp hvort hún spili áfram með ÍBV næsta sumar. „Ég vil ekki tjá mig um það," sagði Cloe en hún vildi heldur ekki tjá sig um það hvort hún hafi rætt við önnur félög.

Hin 25 ára gamla Cloe byrjaði í fyrra að vinna í að fá íslenskan ríkisborgararétt og nú sér fyrir endann á þeirri vinnu.

„Ferlið að ná í ríkisborgararétt gengur vel. Allir hjá ÍBV hafa hjálpað mér mikið í þessu mjög langa og flókna ferli. Ef allt gengur samkvæmt áætlun þá ætti ég að verða orðin íslenskur ríkisborgari í lok desember," sagði Cloe spennt að lokum.

Domino's gefur verðlaun
Leikmenn umferðarinnar í Pepsi-deild karla og kvenna fá Pizzu veislur frá Domino's í sumar.

Fyrri leikmenn umferðar
Leikmaður 16. umferðar - Alexandra Jóhannsdóttir (Breiðablik)
Leikmaður 15. umferðar - Ingibjörg Valgeirsdóttir (KR)
Leikmaður 14. umferðar - Sandra Mayor (Þór/KA)
Leikmaður 13. umferðar - Katrín Ómardóttir (KR)
Leikmaður 12. umferðar - Agla María Albertsdóttir (Breiðablik)
Leikmaður 11. umferðar - Sandra Mayor Gutierrez (Þór/KA)
Leikmaður 10. umferðar - Anna Rakel Pétursdóttir (Þór/KA)
Leikmaður 9. umferðar - Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir (Breiðablik)
Leikmaður 8. umferðar - Telma Hjaltalín Þrastardóttir (Stjarnan)
Leikmaður 7. umferðar - Elín Metta Jensen (Valur)
Leikmaður 6. umferðar - Shameeka Fishley (ÍBV)
Leikmaður 5. umferðar - Björk Björnsdóttir (HK/Víkingur)
Leikmaður 4. umferðar - Rio Hardy (Grindavík)
Leikmaður 3. umferðar - Jasmín Erla Ingadóttir (FH)
Leikmaður 2. umferðar - Selma Sól Magnúsdóttir (Breiðablik)
Leikmaður 1. umferðar - Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Breiðablik)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner