Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
banner
   mið 15. ágúst 2018 14:15
Arnar Daði Arnarsson
Best í 13. umferð: Gefur liðinu í heild sjálfstraust
Katrín Ómarsdóttir (KR)
Katrín í leiknum gegn Þór/KA.
Katrín í leiknum gegn Þór/KA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
„Þessi sigur var mjög mikilvægur í fallbaráttunni sem við erum í. Það eru nokkrir leikir sem við hefðum átt að vinna en töpuðum þannig það var ánægjulegt að heppnin var með okkur í þetta skiptið," segir Katrín Ómarsdóttir, leikmaður 13. umferðar í Pepsi-deild kvenna.

Katrín var öflug þegar KR gerði sér lítið fyrir og lagði Þór/KA 2-1 á dögunum.

„Ég held það gefi liðinu í heild sinni sjálfstraust að sjá við getum unnið toppliðið. Þær sóttu hart að okkur undir lokin og hefðu alveg eins getað sett 1-2 mörk í viðbót, en það var mikil barátta hjá okkur og við náðum að sækja sigurinn."

„Við sóttum hratt þegar við gátum og Mia og Tijana áttu tvö góð einstaklingsmörk. Munurinn á þessum leik og öðrum hjá okkur er sá að það er komið smá sjálfstraust í liðið og þegar leikmenn trúa því að það sé hægt að vinna þá er hægt að vinna."


KR er eftir sigurinn í 8. sæti deildarinnar, þremur stigum fyrir ofan fallsvæðið. KR hefur verið á fínu skriði að undanförnu eftir erfiða byrjun.

„Bojana Besic (þjálfari) hefur undirbúið okkur vel fyrir alla leiki en einhvern veginn hafa hlutirnir bara byrjað að smella saman hjá okkur nýlega sem er mjög ánægjulegt að sjá."

„Núna eru fimm leikir eftir og ef við höldum áfram á sömu braut þá ættum við að geta náð hagstæðum úrslitum. Þetta verða spennandi leikir og ég hlakka mikið til að spila þá."


Domino's gefur verðlaun
Leikmenn umferðarinnar í Pepsi-deild karla og kvenna fá Pizzu veislur frá Domino's í sumar.

Fyrri leikmenn umferðar
Leikmaður 12. umferðar - Agla María Albertsdóttir (Breiðablik)
Leikmaður 11. umferðar - Sandra Mayor Gutierrez (Þór/KA)
Leikmaður 10. umferðar - Anna Rakel Pétursdóttir (Þór/KA)
Leikmaður 9. umferðar - Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir (Breiðablik)
Leikmaður 8. umferðar - Telma Hjaltalín Þrastardóttir (Stjarnan)
Leikmaður 7. umferðar - Elín Metta Jensen (Valur)
Leikmaður 6. umferðar - Shameeka Fishley (ÍBV)
Leikmaður 5. umferðar - Björk Björnsdóttir (HK/Víkingur)
Leikmaður 4. umferðar - Rio Hardy (Grindavík)
Leikmaður 3. umferðar - Jasmín Erla Ingadóttir (FH)
Leikmaður 2. umferðar - Selma Sól Magnúsdóttir (Breiðablik)
Leikmaður 1. umferðar - Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Breiðablik)
Athugasemdir
banner
banner
banner