Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   þri 22. maí 2018 15:15
Arnar Daði Arnarsson
Best í 1. umferð: Á mér stóra drauma og mig langar að elta þá
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er alltaf gaman að skora. Það gefur manni mikið sjálfstraust og vonandi næ ég að halda áfram á þessari braut," sagði besti leikmaður 1. umferðarinnar í Pepsi-deild kvenna, Berglind Björg Þorvaldsdóttir sem skoraði þrennu í 6-2 sigri Breiðabliks á Stjörnunni.

„Stjarnan er með frábært lið og það er alltaf erfitt að mæta á teppið í Garðabæ. Leikurinn var frekar jafn í fyrri hálfleik en við tókum öll völdin í seinni hálfleik og skoruðum fjögur mörk. Það var því mjög mikilvægt að byrja mótið á sigri gegn þeim."

Breiðablik er á toppi deildarinnar eftir þrjár umferðir með fullt hús stiga.

„Heilt yfir er ég bara nokkuð ánægð með spilamennskuna. Hún verður betri með hverjum leik þannig ég er mjög jákvæð fyrir framhaldinu. Við erum líka búnar að skora mikið af mörkum í fyrstu þremur leikjunum sem er frábært og fá bara þrjú mörk á okkur," sagði Berglind sem sjálf hefur skorað fimm mörk það sem af er tímabilinu.

„Ég setti mér markmið fyrir tímabilið. Ég ætla að reyna skora fleiri mörk en í fyrra," en Berglind skoraði 15 mörk í 17 leikjum í Pepsi-deildinni í fyrra.

Undir lok síðasta tímabils fór Berglind Björg á lán til Verona í Ítalíu. Sú vera var þó styttri en vonir stóðu til. Hana langar að ná lengra.

„Ég er leikmaður Breiðabliks núna og mun einbeita mér að því. En ég á mér stóra drauma og mig langar að elta þá."

Hún er ánægð með hvernig Pepsi-deildin fer af stað og er spennt fyrir tímabilinu.

„Deildin verður betri með hverju ári finnst mér. Toppurinn er orðinn miklu jafnari núna en fyrir mörgum árum, þar sem oftast voru bara tvö lið að berjast um titilinn. Núna eru kannski þrjú til fjögur lið að berjast um hann," sagði Berglind en getur Breiðablik orðið Íslandsmeistari?

„Við ætlum að enda ofar en í fyrra," sagði markadrottningin að lokum.

Domino's gefur verðlaun
Leikmenn umferðarinnar í Pepsi-deild karla og kvenna fá Pizzu veislur frá Domino's í sumar.
Athugasemdir
banner