Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   þri 15. maí 2018 15:15
Arnar Daði Arnarsson
Best í 2. umferð: Ekki mikið þekkt fyrir að skora
Selma Sól Magnúsdóttir (Breiðablik)
Selma Sól Magnúsdóttir.
Selma Sól Magnúsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Selma í landsleik.
Selma í landsleik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta gekk vel. Stelpurnar hjálpuðu mér mikið í leiknum og voru að finna mig í fætur ég var að fá mikið af góðum sendingum í lappir og það hentar mér," sagði Selma Sól Magnúsdóttir en hún er leikmaður 2. umferðar í Pepsi-deild kvenna.

Selma átti mjög góðan leik í 4-0 sigri Breiðabliks á Grindavík í síðustu viku.

„Liðið stóð sig vel í heild við unnum okkur inn í leikinn með tímanum. Við vissum að þær myndu liggja til baka og við þyrftum að vera þolinmóðar og við vorum það. Við vorum að skapa mikið af færum þrátt fyrir að þær lágu mikið til baka."

Selma skoraði í leiknum en hún skoraði einungis tvö mörk í Pepsi-deildinni í fyrra og er ekki þekkt fyrir markaskorun. „Nei, ég er ekki mikið þekkt fyrir það. Það var mjög gaman að skora og vonandi heldur það bara áfram."

Breiðablik er með fullt hús stiga eftir tvær umferðir og byrjunin hefur því verið eins og liðið vildi. „Jú, auðvitað. Það fara allir í alla leiki til þess að vinna þá og við líka. Þannig þetta er einmitt það sem við vildum," sagði Selma en hvert er markmið Breiðabliks í sumar?

„Markmiðin okkar er að gera betur en í fyrra, hvort sem það eru fleiri stig eða lenda hærra í töflunni eða hvað sem það verður," sagði Selma en í kvöld mætir Breiðablik nýliðum HK/Víkings í grannaslag.

„Þetta verður hörkuleikur, ég er viss um það. HK/Víkingur lítur vel út og eru með gott lið sem berst mikið," sagði Selma að lokum.

Domino's gefur verðlaun
Leikmenn umferðarinnar í Pepsi-deild karla og kvenna fá Pizzu veislur frá Domino's í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner