Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   mið 22. ágúst 2018 17:15
Magnús Már Einarsson
Best í Pepsi: Tvöfaldað á mig í öllum leikjum
Sandra Mayor (Þór/KA)
Sandra í leiknum gegn FH á föstudaginn.
Sandra í leiknum gegn FH á föstudaginn.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Sandra Mayor, framherji Þór/KA, er leikmaður 14. umferðar í Pepsi-deild kvenna en hún skoraði þrennu og lagði upp tvö mörk í 9-1 sigri á FH á föstudaginn.

„Við verðum betri og betri með hverjum leiknum og eftir að hafa farið út að spila í Meistaradeildinni þá finnst mér við að hafa bætt leik okkar," sagði Sandra við Fótbolta.net í dag.

Margrét Árnadóttir skoraði tvívegis eftir að hafa komið inn á sem varamaður en hún og Sandra náðu mjög vel saman í leiknum.

„Magga og ég spilum mjög vel saman. Ég kann vel við orkuna sem hún hefur og það hversu róleg hún er með boltann þegar hún kemur inn á. Ég kann vel við leikstíl hennar og við vinnum vel saman."

Breiðablik er tveimur stigum á undan Þór/KA þegar fjórar umferðir eru eftir. Sandra er ennþá bjartsýn á að Þór/KA nái að verja Íslandsmeistaratitilinn.

„Já, við munum halda áfram allt til loka. Hver leikur er mikilvægur og við erum á leið í rétta átt," sagði Sandra.

Hin mexíkóska Sandra varð markadrottning í Pepsi-deild kvenna í fyrra með 19 mörk í 18 leikjum. Í ár hefur hún skorað 13 mörk í 14 leikjum. Er hún sátt með sumarið hjá sér?

„Já. Margir einbeita sér bara að mörkunum en ég tel að aðrir hæfileikar í mínum leik hafi fengið að njóta sín á þessu tímabili þrátt fyrir að það sé tvöfaldað á mig í hverjum leik."

Þór/KA fær verðugt verkefni í 32-liða úrslitum Meistaradeildarinnar en liðið fær þá Söru Björk Gunnarsdóttur og stöllur hennar í Wolfsburg frá Þýskalandi í heimsókn. Wolfsburg fór í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á síðasta tímabili.

„Ég er mjög spennt," sagði Sandra. „Þetta verður æðisleg prófraun fyrir okkur og ég er mjög spennt að koma Þór/KA á kortið og sýna Evrópu hvað við getum."

Domino's gefur verðlaun
Leikmenn umferðarinnar í Pepsi-deild karla og kvenna fá Pizzu veislur frá Domino's í sumar.

Fyrri leikmenn umferðar
Leikmaður 13. umferðar - Katrín Ómardóttir (KR)
Leikmaður 12. umferðar - Agla María Albertsdóttir (Breiðablik)
Leikmaður 11. umferðar - Sandra Mayor Gutierrez (Þór/KA)
Leikmaður 10. umferðar - Anna Rakel Pétursdóttir (Þór/KA)
Leikmaður 9. umferðar - Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir (Breiðablik)
Leikmaður 8. umferðar - Telma Hjaltalín Þrastardóttir (Stjarnan)
Leikmaður 7. umferðar - Elín Metta Jensen (Valur)
Leikmaður 6. umferðar - Shameeka Fishley (ÍBV)
Leikmaður 5. umferðar - Björk Björnsdóttir (HK/Víkingur)
Leikmaður 4. umferðar - Rio Hardy (Grindavík)
Leikmaður 3. umferðar - Jasmín Erla Ingadóttir (FH)
Leikmaður 2. umferðar - Selma Sól Magnúsdóttir (Breiðablik)
Leikmaður 1. umferðar - Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Breiðablik)
Athugasemdir
banner
banner