Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
   þri 11. september 2018 10:30
Magnús Már Einarsson
Best í 16. umferð: Þakklát fyrir traustið
Alexandra Jóhannsdóttir
Alexandra Jóhannsdóttir.
Alexandra Jóhannsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilfinningin var mjög góð, það er alltaf gaman að vinna. Við mættum ótrúlega grimmar og agaðar í leikinn sem skilaði okkur þremur stigum," segir Alexandra Jóhannsdóttir, miðjumaður Breiðabliks en hún er leikmaður 16. umferðar í Pepsi-deild kvenna.

Alexandra skoraði tvö mörk og var frábær á miðjunni hjá Breiðabliki í 3-0 sigri á Þór/KA í uppgjöri toppliðanna á laugardag.

Breiðablik fór langt með að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn með sigrinum á laugaradaginn.

„Liðið er búið að spila mjög vel í sumar, þrátt fyrir að vera með frekar ungt lið. Allir leikmenn eru bunir að bæta sig mikið og ég er mjög ánægð með það. Við náum allar mjög vel saman og held ég að það skýri að einhverju leiti gengi liðsins."

Alexandra ákvað síðastliðinn vetur að yfirgefa uppeldisfélag sitt Hauka og ganga í raðir Breiðabliks.

„Ég er búin að fá mikið traust þetta fyrsta ár hjá mér í félaginu og ég er mjög þakklát fyrir það," sagði Alexandra.

„Það var stórt stökk fyrir mig að fara frá uppeldisklúbbnum mínum Haukum en allir hjá Breiðabliki tóku mér mjög vel. Stelpurnar eru frábærar, sem og umgjörðin í kring um liðið."

Alexandra var í fyrsta skipti í íslenska landsliðshópnum í síðustu leikjum gegn Þýskalandi og Tékklandi.

„Það var mikill heiður að fá að vera partur af þessum hópi í svona stóru verkefni. Þetta var frábær reynsla fyrir mig sem ég get klárlega nýtt mér í öðrum verkefnum," sagði Alexandra sem ætlar sér langt í framtíðinni.

„Markmiðin mín eru að bæta mig meira. Ég veit að ég á meira inni og get orðið betri leikmaður," sagði Alexandra að lokum.

Domino's gefur verðlaun
Leikmenn umferðarinnar í Pepsi-deild karla og kvenna fá Pizzu veislur frá Domino's í sumar.

Fyrri leikmenn umferðar
Leikmaður 15. umferðar - Ingibjörg Valgeirsdóttir (KR)
Leikmaður 14. umferðar - Sandra Mayor (Þór/KA)
Leikmaður 13. umferðar - Katrín Ómardóttir (KR)
Leikmaður 12. umferðar - Agla María Albertsdóttir (Breiðablik)
Leikmaður 11. umferðar - Sandra Mayor Gutierrez (Þór/KA)
Leikmaður 10. umferðar - Anna Rakel Pétursdóttir (Þór/KA)
Leikmaður 9. umferðar - Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir (Breiðablik)
Leikmaður 8. umferðar - Telma Hjaltalín Þrastardóttir (Stjarnan)
Leikmaður 7. umferðar - Elín Metta Jensen (Valur)
Leikmaður 6. umferðar - Shameeka Fishley (ÍBV)
Leikmaður 5. umferðar - Björk Björnsdóttir (HK/Víkingur)
Leikmaður 4. umferðar - Rio Hardy (Grindavík)
Leikmaður 3. umferðar - Jasmín Erla Ingadóttir (FH)
Leikmaður 2. umferðar - Selma Sól Magnúsdóttir (Breiðablik)
Leikmaður 1. umferðar - Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Breiðablik)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner