Agla María Albertsdóttir (Breiðablik)
„Leikurinn var mjög vel spilaður hjá okkur og hjálpaði það okkur mikið að setja tóninn strax í upphafi leiks með tveimur góðum mörkum," sagði kantmaðurinn, Agla María Albertsdóttir leikmaður Breiðabliks en liðið vann HK/Víking 6-1 í 12. umferð Pepsi-deildar kvenna í gær.
Agla María gerði sér lítið fyrir og lagði upp fjögur mörk fyrir Breiðablik í leiknum og er hún leikmaður umferðarinnar á Fótbolta.net.
Agla María gerði sér lítið fyrir og lagði upp fjögur mörk fyrir Breiðablik í leiknum og er hún leikmaður umferðarinnar á Fótbolta.net.
„Það var virkilega skemmtilegt fyrir okkur að skora sex mörk í leiknum þar sem að við höfum verið að vinna marga leiki með eins marks mun. Við hefðum samt sem áður klárlega getað skorað fleiri mörk í leiknum en við erum sáttar með sex mörk."
„Ég var ánægð með mína frammistöðu í leiknum. Það er jafn mikilvægt að leggja upp og telur ekki síður en mörkin," sagði Agla María en Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði þrennu í leiknum.
„Við erum með marga góða leikmenn sem eru mjög skapandi og búa til urmul færa. Það er auðvitað mjög jákvætt fyrir okkur að Berglind sé að skora og sýnir bara hversu vel við erum að spila."
Breiðablik er á toppi deildarinnar með einu stigi meira en Þór/KA. Agla María er spennt fyrir framhaldinu.
„Það er jákvætt að eiga mökuleika í báðum keppnum og við munum gera okkar besta til að vinna þá leiki sem eftir eru. Við munum síðan skoða eftir lok tímabilsins hverju það skilaði okkur."
Framundan er verslunarmannahelgin og ætla Agla María að taka því rólega um helgina.
„Við erum á æfingu á föstudaginn og fáum síðan frí á laugardag og sunnudag. Ég ætla bara að taka því rólega um helgina með fjölskyldunni," sagði Agla María Albertsdóttir leikmaður 12. umferðar í Pepsi-deild kvenna að lokum.
Domino's gefur verðlaun
Leikmenn umferðarinnar í Pepsi-deild karla og kvenna fá Pizzu veislur frá Domino's í sumar.
Fyrri leikmenn umferðar
Leikmaður 11. umferðar - Sandra Mayor Gutierrez (Þór/KA)
Leikmaður 10. umferðar - Anna Rakel Pétursdóttir (Þór/KA)
Leikmaður 9. umferðar - Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir (Breiðablik)
Leikmaður 8. umferðar - Telma Hjaltalín Þrastardóttir (Stjarnan)
Leikmaður 7. umferðar - Elín Metta Jensen (Valur)
Leikmaður 6. umferðar - Shameeka Fishley (ÍBV)
Leikmaður 5. umferðar - Björk Björnsdóttir (HK/Víkingur)
Leikmaður 4. umferðar - Rio Hardy (Grindavík)
Leikmaður 3. umferðar - Jasmín Erla Ingadóttir (FH)
Leikmaður 2. umferðar - Selma Sól Magnúsdóttir (Breiðablik)
Leikmaður 1. umferðar - Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Breiðablik)
Athugasemdir