Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 12. júlí 2018 18:45
Arnar Daði Arnarsson
Best í 9. umferð: Mikilvægt að liðsfélagarnir rífi hvorn annan upp
Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir - Breiðablik
Andrea Rán í baráttunni gegn Val.
Andrea Rán í baráttunni gegn Val.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andrea fagnar marki sínu gegn Val.
Andrea fagnar marki sínu gegn Val.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir skoraði eina mark Breiðabliks í 1-0 sigri liðsins á Val í stórleik 9. umferðar Pepsi-deildar kvenna.

Markið skoraði hún úr vítaspyrnu í seinni hálfleik en með sigrinum hélt Breiðablik toppsætinu í deildinni þegar mótið er hálfnað.

„Mér leið mjög vel á vítapunktinum. Ég hugsaði bara það sama og ég hugsa alltaf og hleypti engu öðru inn á þeim tíma punkti," sagði Andrea Rán sem er leikmaður 9. umferðar.

„Ég var mjög ánægð með liðið í heild sinni. Þetta var kannski ekki fallegasti fótboltinn en þetta var baráttu leikur og við mættum grimmar til leiks. Mikil samvinna og þolinmæði sem skilaði okkur sigrinum. Það var aldrei neinn neikvæður inná vellinum ef eitthvað gekk ekki upp þá var það bara næsta móment. Það er mikilvægt að liðsfélagarnir rífi hvorn annan upp og standi saman," sagði Andrea Rán sem segir sigurinn hafa verið mikilvægan fyrir framhaldið.

„Allir sigrar eru mikilvægir en þetta var toppslagur og svokallaður sex stiga leikur á móti góðu Valsliði sem gerir sigurinn kannski aðeins mikilvægari."

Eins og fyrr segir er Breiðablik á toppi deildarinnar þegar deildin er hálfnuð með eins stigs forskot á Þór/KA. Andrea segir það ekki koma sér á óvart að liðið sé á toppnum.

„Við erum með góðan hóp, gott lið með frábærri liðsheild. Við eigum að vera að minnsta kosti í toppbarátunni og helst á toppnum."

„Mér líst mjög vel á seinni helminginn á mótinu. Það eru mörg stig í boði og því nóg til að berjast um sem ætti að halda uppi mikilli samkeppni," sagði Andrea sem hefur átt gott sumar á miðjunni hjá Breiðablik og fengið meiri ábyrgð.

„Ég er þokkalega sátt með frammistöðu mína í sumar. Mér finnst ég búin að vera standa mig heilt yfir vel en það má alltaf gera betur og ég set þá kröfu á mig að vera með þeim bestu miðjumönnum í deildinni," sagði miðjumaðurinn að lokum.

Domino's gefur verðlaun
Leikmenn umferðarinnar í Pepsi-deild karla og kvenna fá Pizzu veislur frá Domino's í sumar.

Fyrri leikmenn umferðar
Leikmaður 8. umferðar - Telma Hjaltalín Þrastardóttir (Stjarnan)
Leikmaður 7. umferðar - Elín Metta Jensen (Valur)
Leikmaður 6. umferðar - Shameeka Fishley (ÍBV)
Leikmaður 5. umferðar - Björk Björnsdóttir (HK/Víkingur)
Leikmaður 4. umferðar - Rio Hardy (Grindavík)
Leikmaður 3. umferðar - Jasmín Erla Ingadóttir (FH)
Leikmaður 2. umferðar - Selma Sól Magnúsdóttir (Breiðablik)
Leikmaður 1. umferðar - Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Breiðablik)
Athugasemdir
banner
banner
banner