Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   þri 28. ágúst 2018 17:15
Magnús Már Einarsson
Best í Pepsi: Voru tilbúin að hjálpa ef eitthvað bjátaði á
Ingibjörg Valgeirsdóttir (KR)
Ingibjörg grípur boltann í leiknum gegn Val.
Ingibjörg grípur boltann í leiknum gegn Val.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
„Við héldum hreinu, sem er gott, þannig ég get ekki annað en verið ánægð með minn leik," sagði Ingibjörg Valgeirsdóttir, markvörður KR, við Fótbolta.net í dag.

Ingibjörg er leikmaður 14. umferðar í Pepsi-deildinni en hún átti frábærar markvörslur í markalausu jafntefli gegn Val um helgina.

„Auðvitað mættum við í leikinn til að sækja öll 3 stigin en þetta var mjög kaflaskiptur leikur. Við áttum að vera yfir í fyrri hálfleik, en í seinni hálfleik tóku Valsstúlkur yfir og sóttu grimmt á okkur. Í fyrri hálfleik hefðum við getað hirt þrjú stig en Valskonur gátu það í seinni hálfleik. Ég held við megum vera sáttar með stig í þessum leik."

KR hefur verið á fínu skriði síðari hluta tímabils eftir erfiða byrjun. Hvað hefur breyst? „Sjálfstraust, trú og liðsheild eru fyrstu 3 orðin sem stökkva upp í hugann. Eftir að við fórum að vinna þessi stóru lið, þá hefur sjálfstraustið í liðinu vaxið, erum farnar að trúa því að við getum sigrað þessi lið sem eru í efri hluta pakkanum, sem er jákvætt, þannig við vinnum ofan á það."

KR er sem stendur í 8. sæti, þremur stigum á undan Grindavík. Telur Ingibjörg að Pepsi-deildarsæti sé öruggt fyrir næsta tímabil? „Ekki kannski akkurat núna eins og er í stöðunni, en það styttist." sagði Ingibjörg.

Hin tvítuga Ingibjörg ólst upp hjá Sindra á Höfn í Hornafirði en fyrir sumarið 2016 ákvað hún að ganga til liðs við KR.

„Ég var ung, það sem hreif mig hjá KR er að þau í nefndinni voru virkilega indæl við mig. Þau voru ekki að setja neina einustu pressu, og ég vissi að þau myndu sjá um mig þar sem ég var svo ung. Ef eitthvað bjátaði á þá voru þau tilbúin að hjálpa, virkilega þakklát. Ég sé ekki eftir neinu, gæti ekki hugsað mér að vera hluti af jafn góðum hóp og ég er innan um núna," sagði Ingibjörg.

Domino's gefur verðlaun
Leikmenn umferðarinnar í Pepsi-deild karla og kvenna fá Pizzu veislur frá Domino's í sumar. Uppáhaldspizza Ingibjargar á matseðlinum er hin sívinsæla Prima.

Fyrri leikmenn umferðar
Leikmaður 14. umferðar - Sandra Mayor (Þór/KA)
Leikmaður 13. umferðar - Katrín Ómardóttir (KR)
Leikmaður 12. umferðar - Agla María Albertsdóttir (Breiðablik)
Leikmaður 11. umferðar - Sandra Mayor Gutierrez (Þór/KA)
Leikmaður 10. umferðar - Anna Rakel Pétursdóttir (Þór/KA)
Leikmaður 9. umferðar - Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir (Breiðablik)
Leikmaður 8. umferðar - Telma Hjaltalín Þrastardóttir (Stjarnan)
Leikmaður 7. umferðar - Elín Metta Jensen (Valur)
Leikmaður 6. umferðar - Shameeka Fishley (ÍBV)
Leikmaður 5. umferðar - Björk Björnsdóttir (HK/Víkingur)
Leikmaður 4. umferðar - Rio Hardy (Grindavík)
Leikmaður 3. umferðar - Jasmín Erla Ingadóttir (FH)
Leikmaður 2. umferðar - Selma Sól Magnúsdóttir (Breiðablik)
Leikmaður 1. umferðar - Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Breiðablik)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner