Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 18. maí 2018 13:30
Arnar Daði Arnarsson
Best í 3. umferð: Margt sem hefur komið manni á óvart
Jasmín Erla Ingadóttir (FH)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilfinningin að fá loksins sigur var auðvitað mjög góð," sagði Jasmín Erla Ingadóttir leikmaður FH og leikmaður 3. umferðar í Pepsi-deild kvenna.

FH vann KR í umferðinni 2-1 en þetta voru fyrstu stig Hafnfirðinga í deildinni í sumar.

Spilamennska liðsins var mjög góð í þessum leik, við þorðum að vera með boltann og leyfa honum að rúlla á milli okkar. Í fyrstu tveimur leikjunum vorum við frekar stressaðar á boltann," sagði Jasmín sem var ánægð með sinn leik.

„Ég fékk að spila aðeins ofar en ég hef verið að gera undanfarið þannig ég gat tekið aðeins meiri þátt í sóknarleiknum. Við stigum allar upp sem lið og ég er mjög sátt með þennan leik. Fyrstu tveir leikirnir voru alls ekki nógu góðir og við vitum að við getum betur."

Jasmín Erla gekk í raðir FH fyrir tímabilið frá Fylki en Fylkisliðið féll úr deild þeirra bestu á síðustu leiktíð.

„Það er búið að vera virkilega gaman í FH. Þetta er mjög góður hópur sem hefur hæfileika og styrk til þess að gera góða hluti í sumar ef hausinn er rétt skrúfaður á," sagði Jasmín sem segir markmið FH að gera betur en í fyrra.

„Þær slóu stigametið sitt í fyrra svo það væri gaman að gera það aftur og sjá hverju það skilar okkur."

„Deildin fer vel af stað en margt sem hefur komið manni á óvart sem gerir þetta ennþá skemmtilegra," sagði Jasmín að lokum aðspurð út í það hvernig henni finnst deildin fara af stað.

Domino's gefur verðlaun
Leikmenn umferðarinnar í Pepsi-deild karla og kvenna fá Pizzu veislur frá Domino's í sumar.

Leikmaður 2. umferðar - Selma Sól Magnúsdóttir (Breiðablik)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner