Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
Óðinn Sæbjörns: Gríðarlega stoltur af strákunum
Ágúst Orri: Langbestu stuðningsmenn á Íslandi
Höskuldur: Ákváðum að bjóða þá velkomna í hakkavélina
„Einsdæmi í Evrópu að vera með alla þessa uppöldu leikmenn"
Rúnar Páll: Frekar rólegur leikur
Árni Marínó: Einhver örvænting þessir boltar hjá þeim
Lárus Orri: Förum ekki á útivöll og óskum eftir því að fá svart gúmmí í gervigrasið
Áhyggjulaus þrátt fyrir tvö töp í röð - „Skagamenn verða að eiga það við sjálfa sig“
Alex Freyr: Viljum enda í topp 6
Jökull: Vorum hægir og fyrirsjáanlegir
Spenntur fyrir nýjum leikmanni sem verður kynntur á morgun
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
   fim 19. júní 2025 00:12
Alexander Tonini
Örvar Logi: Þetta er einum of gaman til að vera ekki að gera þetta oftar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég hélt ég væri búinn að koma fram fyrir hann og skýla honum, en hann náði einhvern veginn að kasta sér fyrir boltann. Ég skil ekki hvernig hann endaði inni, en sem betur fer náði maður að koma til baka og sýndi karakter og svo setja eitt mark í seinni hálfleik", sagði Örvar Logi bakvörðurinn knái um markið sem kom gestunum í 1-0.

Örvar Logi bætti þó heldur betur upp fyrir mistökin með marki og stoðsendingu seinna í leiknum sem tryggði Stjörnunni 4-2 sigur í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.

Lestu um leikinn: Stjarnan 4 -  2 Keflavík

„Ég var bara að einbeita mér að halda honum niðri, sem betur fer gékk það. Ég bara smellhitti hann greinilega, sem betur fór hann ekki í neinn og söng bara í netinu. Það var fallegt að sjá það.

Þetta er einum of gaman til að vera ekki að gera þetta oftar. Maður þarf að fara að skora fleiri mörk. Ég held að ég eigi bara að skjóta á markið og þá kemur þetta"
, bætti hann við um stórglæsilegt mark sem hann skoraði á 48. mínutu leiksins og kom Stjörnunni í 4-2 og slökkti endanlega á allri von gestanna um að komast aftur í leikinn.

„Við höfum bilaða trú á hópnum, en það eru fullt af sterkum liðum eftir í þessari keppni. Maður veit aldrei hvað gerist í Bikarnum, þú verður alltaf að mæta 100 prósent", bætti Örvar við að lokum um tækifæri Stjörnunnar að komast alla leið og lyfta Mjólkurbikarnum fræga.
Athugasemdir
banner