Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   fim 19. júní 2025 00:12
Alexander Tonini
Örvar Logi: Þetta er einum of gaman til að vera ekki að gera þetta oftar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég hélt ég væri búinn að koma fram fyrir hann og skýla honum, en hann náði einhvern veginn að kasta sér fyrir boltann. Ég skil ekki hvernig hann endaði inni, en sem betur fer náði maður að koma til baka og sýndi karakter og svo setja eitt mark í seinni hálfleik", sagði Örvar Logi bakvörðurinn knái um markið sem kom gestunum í 1-0.

Örvar Logi bætti þó heldur betur upp fyrir mistökin með marki og stoðsendingu seinna í leiknum sem tryggði Stjörnunni 4-2 sigur í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.

Lestu um leikinn: Stjarnan 4 -  2 Keflavík

„Ég var bara að einbeita mér að halda honum niðri, sem betur fer gékk það. Ég bara smellhitti hann greinilega, sem betur fór hann ekki í neinn og söng bara í netinu. Það var fallegt að sjá það.

Þetta er einum of gaman til að vera ekki að gera þetta oftar. Maður þarf að fara að skora fleiri mörk. Ég held að ég eigi bara að skjóta á markið og þá kemur þetta"
, bætti hann við um stórglæsilegt mark sem hann skoraði á 48. mínutu leiksins og kom Stjörnunni í 4-2 og slökkti endanlega á allri von gestanna um að komast aftur í leikinn.

„Við höfum bilaða trú á hópnum, en það eru fullt af sterkum liðum eftir í þessari keppni. Maður veit aldrei hvað gerist í Bikarnum, þú verður alltaf að mæta 100 prósent", bætti Örvar við að lokum um tækifæri Stjörnunnar að komast alla leið og lyfta Mjólkurbikarnum fræga.
Athugasemdir
banner
banner