Liverpool undirbýr mettilboð í Alexander Isak - Rasmus Höjlund nálgast Napoli
Halli Hróðmars hrikalega svekktur: Þurfum fleiri stig
Alli Jói: Notuðum gagnrýnina sem bensín
Siggi Höskulds: Finnst að KSÍ hefði átt að breyta mótinu
Bjarni Jó: Þetta eru bara bikarúrslit
Venni: Þetta var karaktersigur
Sjáðu vítadóminn í Kórnum: „Vil helst ekki segja neitt um þetta“
Gunnar Már: Ég er hundsvekktur
Fylkir fékk umdeilda vítaspyrnu: „Ég held að við höfum alveg átt þetta inni“
„Veit ekki hversu marga maður hefur hitt sem hafa spurt hvort það sé eitthvað panic"
Gústi Gylfa: Vantaði bara hugrekki í okkur
Stórir póstar á leið í U19 verkefni á óheppilegum tíma - „Það koma bara aðrir menn inn og þeir fá tækifærið"
Haraldur Freyr: Við vorum bara litlir í okkur
„Ekki hægt að leggja árar í bát og gefast upp útaf einhverri helvítis töflu”
Guðni Eiríks: Fókuspunkturinn að svara fyrir skítaleik
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
   mán 14. júlí 2025 21:29
Ívan Guðjón Baldursson
Spenntur fyrir nýjum leikmanni sem verður kynntur á morgun
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorlákur Már Árnason þjálfari ÍBV var hress eftir sigur sinna manna á heimavelli gegn Stjörnunni.

Staðan var markalaus þar til í síðari hálfleik þegar Alex Freyr Hilmarsson skoraði skallamark til að útkljá nokkuð jafna viðureign.

„Þetta var hörkuleikur sem gat fallið báðu megin. Mér fannst eins og liðið sem skoraði fyrsta markið myndu klára þetta. Það er pínu klisja að segja þetta en mér fannst við vilja þetta aðeins meira heldur en andstæðingarnir okkar í dag," voru fyrstu viðbrögð Láka eftir sigurinn.

Lykilmaðurinn Oliver Heiðarsson kom aftur úr meiðslum í dag og sýndi gæðin sín þrátt fyrir að vera ryðgaður eftir fjarveru.

Láki staðfesti þá að miðvörðurinn Jovan Mitrovic er á leið heim til Serbíu.

„Við erum að sækja okkur nýjan leikmann sem verður tilkynntur á morgun. Við erum gríðarlega ánægðir með hann. Hann getur spilað allar varnar- og miðjustöður og á eftir að nýtast okkur mjög vel."

Eyjamenn eru með 18 stig eftir 15 umferðir, þremur stigum fyrir ofan fallsæti og aðeins einu stigi frá sæti í efri hlutanum.
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Valur 20 12 4 4 51 - 31 +20 40
2.    Víkingur R. 20 11 5 4 38 - 25 +13 38
3.    Stjarnan 20 10 4 6 38 - 32 +6 34
4.    Breiðablik 19 9 5 5 34 - 29 +5 32
5.    FH 20 7 5 8 37 - 32 +5 26
6.    Vestri 20 8 2 10 21 - 23 -2 26
7.    KA 20 7 5 8 23 - 35 -12 26
8.    Fram 20 7 4 9 28 - 28 0 25
9.    ÍBV 20 7 4 9 21 - 27 -6 25
10.    KR 20 6 5 9 41 - 43 -2 23
11.    Afturelding 20 5 6 9 27 - 34 -7 21
12.    ÍA 19 5 1 13 20 - 40 -20 16
Athugasemdir