Fyrstur til að halda hreinu gegn KR í sumar
„Allt liðið lagði gífurlega hart á sig í dag. Við gáfum fá færi á okkur og uppskárum sigur fyrir vikið. Góð barátta í liðinu sem uppskar þennan sigur fyrst og fremst myndi ég segja.“ sagði Árni Marínó, markmaður ÍA, eftir 1-0 sigur á KR í kvöld.
Lestu um leikinn: ÍA 1 - 0 KR
Hvernig fannst Árna uppleggið heppnast í kvöld?
„Uppleggið heppnaðist fullkomnlega í dag. Við leyfðum þeim að koma svo vorum við bara grimmari. Það var ekkert hægt að komast framhjá okkur í dag, það var bara soldið svoleiðis.“
Var komið eitthvað stress í Árna þegar KR-ingarnir fóru að kýla boltunum inn á teiginn?
„Nei nei. Þetta var held ég bara einhver örvænting þessir boltar þarna hjá þeim í lokin held ég. Þetta var aldrei í hættu einhvernveginn fannst mér.“
Árna lýst mjög vel á Lárus Orra, nýjan þjálfara ÍA, sem hefur komið inn með góðar áherslur í ÍA.
„Hann hefur komið mjög vel inn í hlutina hérna. Frábær þjálfari, flottar áherslur og leikmennirnir eru tilbúnir að berjast fyrir klúbbinn.“
Árni segir að Skagaliðið muni halda sér uppi ef það heldur áfram að spila eins og það gerði í dag.
„Það er stígandi í liðinu. Ef við höldum áfram eins og við erum að spila í dag trúi ég engu öðru en að við höldum okkur uppi.“ sagði Árni að lokum.
Viðtalið við Árna Marínó má finna í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir