Tottenham í bílstjórasætinu um Akanji - Chelsea undirbýr tilboð - Verður Rogers arftaki Elliott hjá Liverpool?
Halli Hróðmars hrikalega svekktur: Þurfum fleiri stig
Alli Jói: Notuðum gagnrýnina sem bensín
Siggi Höskulds: Finnst að KSÍ hefði átt að breyta mótinu
Bjarni Jó: Þetta eru bara bikarúrslit
Venni: Þetta var karaktersigur
Sjáðu vítadóminn í Kórnum: „Vil helst ekki segja neitt um þetta“
Gunnar Már: Ég er hundsvekktur
Fylkir fékk umdeilda vítaspyrnu: „Ég held að við höfum alveg átt þetta inni“
„Veit ekki hversu marga maður hefur hitt sem hafa spurt hvort það sé eitthvað panic"
Gústi Gylfa: Vantaði bara hugrekki í okkur
Stórir póstar á leið í U19 verkefni á óheppilegum tíma - „Það koma bara aðrir menn inn og þeir fá tækifærið"
Haraldur Freyr: Við vorum bara litlir í okkur
„Ekki hægt að leggja árar í bát og gefast upp útaf einhverri helvítis töflu”
Guðni Eiríks: Fókuspunkturinn að svara fyrir skítaleik
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
   mán 14. júlí 2025 22:52
Sölvi Haraldsson
Árni Marínó: Einhver örvænting þessir boltar hjá þeim
Fyrstur til að halda hreinu gegn KR í sumar
Árni Marínó.
Árni Marínó.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Allt liðið lagði gífurlega hart á sig í dag. Við gáfum fá færi á okkur og uppskárum sigur fyrir vikið. Góð barátta í liðinu sem uppskar þennan sigur fyrst og fremst myndi ég segja.“ sagði Árni Marínó, markmaður ÍA, eftir 1-0 sigur á KR í kvöld.

Lestu um leikinn: ÍA 1 -  0 KR

Hvernig fannst Árna uppleggið heppnast í kvöld?

„Uppleggið heppnaðist fullkomnlega í dag. Við leyfðum þeim að koma svo vorum við bara grimmari. Það var ekkert hægt að komast framhjá okkur í dag, það var bara soldið svoleiðis.“

Var komið eitthvað stress í Árna þegar KR-ingarnir fóru að kýla boltunum inn á teiginn?

„Nei nei. Þetta var held ég bara einhver örvænting þessir boltar þarna hjá þeim í lokin held ég. Þetta var aldrei í hættu einhvernveginn fannst mér.“

Árna lýst mjög vel á Lárus Orra, nýjan þjálfara ÍA, sem hefur komið inn með góðar áherslur í ÍA.

„Hann hefur komið mjög vel inn í hlutina hérna. Frábær þjálfari, flottar áherslur og leikmennirnir eru tilbúnir að berjast fyrir klúbbinn.“

Árni segir að Skagaliðið muni halda sér uppi ef það heldur áfram að spila eins og það gerði í dag.

„Það er stígandi í liðinu. Ef við höldum áfram eins og við erum að spila í dag trúi ég engu öðru en að við höldum okkur uppi.“ sagði Árni að lokum.

Viðtalið við Árna Marínó má finna í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner