Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
Aron Elí svekktur með jafnteflið: Afhverju að hætta?
Maggi: Ekki gott, skulum vona að það sé eitthvað minna
Rúnar Kristins: Hann fór með sjúkrabíl í hálfleik
Pablo: Vissum að þetta met var í boði og við vildum slá það
Nikolaj Hansen: Allir vita að ég elska Víking
Danni Hafsteins: Þeir gáfust bara upp eftir fyrri hálfleikinn
Sölvi Geir: Gaman að slá met og skrifa sig í sögubækurnar
Brynjar ræðir hlutverk sitt hjá Víkingi - „Þetta hefur verið góð reynsla"
"Hart barist og mikið hlaupið"
   mán 14. júlí 2025 21:42
Ívan Guðjón Baldursson
Jökull: Vorum hægir og fyrirsjáanlegir
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Jökull Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar var ósáttur eftir naumt tap á útivelli gegn ÍBV í Bestu deildinni í kvöld.

ÍBV tókst að gera sigurmarkið í jöfnum og bragðdaufum leik og var Jökull svekktur að leikslokum.

„Þetta var svekkjandi leikur og úrslitin með. Við vorum hægir og fyrirsjáanlegir á meðan þeir voru þéttir. Þetta hefur ekki verið skemmtilegasti leikurinn á að horfa en þeir gerðu mjög vel að loka vörninni sinni svona. Mér fannst þetta ekki leikur sem við áttum að vinna en það var óþarfi að tapa honum," sagði Jökull, sem vonast til að fá Emil Atlason til baka úr meiðslum fyrir næsta leik sem er eftir tvær vikur.

Jökull segir að Stjarnan stefni á Evrópusæti en liðið er í fimmta sæti sem stendur, með 21 stig eftir 15 umferðir. Sex stigum frá Breiðabliki í þriðja sætinu.

Fjórða sætið gæti þó gefið þátttökurétt í Evrópu ef Vestri tapar úrslitaleik Mjólkurbikarsins gegn Val í ágúst.

„Þetta eru tveir leikir í röð þar sem við þurfum að gera meira, þessi leikur og síðasti. Við þurfum að gíra okkur vel upp og mæta sterkari inn í næsta leik."
Athugasemdir
banner
banner