Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
Aron Elí svekktur með jafnteflið: Afhverju að hætta?
Maggi: Ekki gott, skulum vona að það sé eitthvað minna
Rúnar Kristins: Hann fór með sjúkrabíl í hálfleik
Pablo: Vissum að þetta met var í boði og við vildum slá það
Nikolaj Hansen: Allir vita að ég elska Víking
Danni Hafsteins: Þeir gáfust bara upp eftir fyrri hálfleikinn
Sölvi Geir: Gaman að slá met og skrifa sig í sögubækurnar
Brynjar ræðir hlutverk sitt hjá Víkingi - „Þetta hefur verið góð reynsla"
"Hart barist og mikið hlaupið"
   mán 14. júlí 2025 17:11
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
'Ég tel möguleikana frekar góða'
'Ég tel möguleikana frekar góða'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Ég lít á þetta þannig að það sé í okkar höndum að moka þessu yfir línuna á morgun'
'Ég lít á þetta þannig að það sé í okkar höndum að moka þessu yfir línuna á morgun'
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mannskapurinn er einbeittur og tilbúinn fyrir morgundaginn," segir Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, við Fótbolta.net, en framundan er leikur gegn Egnatia í 1. umferð forkeppninnar í Meistaradeildinni. Um seinni leik liðanna er að ræða, albönsku meistararnir leiða með einu marki eftir fyrri leikinn sem fram fór í Albaníu. Á Kópavogsvelli, klukkan 19:00 annað kvöld, verður flautað til leiks í seinni leiknum.

Sigurliðið í einvíginu fer áfram í 2. umferð í forkeppni Meistaradeildarinnar og mætir þar pólsku meisturunum í Lech Poznan, en tapliðið fer í 2. umferð forkeppninnar í Sambandsdeildarinnar og mætir þar tapliðinu úr einvígi búlgarska liðsins Ludogorets og Dinamo Minsk frá Belarús.

„Ég býst við að þeir muni tiltölulega fljótt reyna hægja á leiknum; tefja og falla til baka. Þetta verður kannski þolinmæðisverk, við munum klárlega stýra leiknum, þurfum að passa að halda tempóinu uppi þegar færi gefst og vera þolinmóðir á sama tíma."

„Fyrri leikurinn var nokkuð jafn, ekki mikið um færi og jafntefli hefði sennilega verið sanngjörn og eðlileg niðurstaða, en þeir náðu marki í lokin. Þetta er flott lið, en þetta verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli."

„Ég tel möguleikana frekar góða, við erum auðvitað undir í hálfleik og þetta er gott lið, en ég lít á þetta þannig að það sé í okkar höndum að moka þessu yfir línuna á morgun."


Sigumark Egnatia í fyrri leiknum kom í uppbótartíma og fögnuðu heimamenn gríðarlega mikið. Fór það í taugarnar á ykkur?

„Nei nei, ég skil þá svo sem alveg, sigurmark seint í leiknum, geðshræringar sem fylgdu því. Maður var ekki að lesa meira í það."

Regi Lushkja fékk sitt annað gula spjald í fagnaðarlátunum og verður ekki með á Kópavogsvelli.

„Dómarinn var búinn að brýna fyrir öllum að það yrði spjaldað ef menn væru að hlaupa úr boðvangnum, hann hefur bara gleymt sér."

Það er bongó á Íslandi í dag, Höskuldur var spurður hvort það hjálpi Albönunum frekar en Blikum.

„Ég held að það eigi að draga ský fyrir sólu á morgun, við vonum að það komi jafnvel smá rigning og kólni aðeins, en við erum svo sem ekkert að pæla í því," segir fyrirliðinn.
Athugasemdir