Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   fös 20. janúar 2023 10:08
Elvar Geir Magnússon
Adam Ægir valdi Val (Staðfest) og fékk sér rauðvín
Adam hafði val, og valdi Val.
Adam hafði val, og valdi Val.
Mynd: Twitter
Sóknarleikmaðurinn Adam Ægir Pálsson hefur staðfest að hann sé orðinn leikmaður Vals, með skemmtilegu myndbandi á Twitter. Valur kaupir Adam frá Víkingi og skrifaði hann undir þriggja ára samning við Hlíðarendafélagið.

Í myndbandinu sést hann með þrjár derhúfur fyrir framan sig; eina merkta Val, aðra Víkingi og sú þriðja FH sem reyndi einnig að fá hann í sínar raðir.

Adam tekur fyrst upp Víkingsderhúfuna áður en hann setur Valsderhúfuna á sig og fær sér rauðvín.

„Ég hafði val og ég valdi Val," skrifar Adam við færsluna.

Adam, sem er 24 ára kantmaður, átti gott tímabil á láni hjá Keflavík í fyrra og setti stoðsendingamet í efstu deild með því að leggja upp fjórtán mörk.

Hann er fjórði leikmaðurinn sem Arnar Grétarsson fær í Val síðan hann tók við. Elfar Freyr Helgason og Kristinn Freyr Sigurðsson höfðu áður komið frá Breiðabliki og FH.



Þessi frétt hefur verið uppfærð
Athugasemdir
banner