Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   fös 10. maí 2024 20:35
Brynjar Ingi Erluson
Þýskaland: Guirassy með sigurmarkið er Stuttgart jafnaði félagsmet
Guirassy skoraði 26. deildarmark sitt á tímabilinu
Guirassy skoraði 26. deildarmark sitt á tímabilinu
Mynd: Getty Images
Augsburg 0 - 1 Stuttgart
0-1 Serhou Guirassy ('48 )

Gíneu-maðurinn Serhou Guirassy var hetja Stuttgart í kvöld í 1-0 sigrinum á Augsburg í 33. umferð þýsku deildarinnar í kvöld, en með sigrinum er liðið komið upp í annað sæti deildarinnar.

Stuttgart er búið að tryggja sér sæti í Meistaradeildinni fyrir næstu leiktíð en nú er liðið á eftir félagsmeti.

Chris Führich og Deniz Undav fengu fínustu færi til að skora í fyrri hálfleiknum. Führich setti boltann framhjá á meðan Tomas Koubek varði fast skot Undav.

Markið kom fyrir rest. Enzo Millot átti stórkostlega sendingu af 50 metrum á Serhou Guirassy, sem tók hann niður og lagði síðan í hægra hornið. 26. deildarmark hans á tímabilinu.

Sigurinn þýðir að Stuttgart er nú í öðru sæti með 70 stig og hefur nú jafnað stigamet sitt í 34-liða deild. Augsburg getur svo gott sem gleymt Evrópusæti fyrir næstu leiktíð, en liðið var í góðum séns á að komast í Sambandsdeildina fyrir leikinn.
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Augsburg 0 0 0 0 0 0 0 0
2 Leverkusen 0 0 0 0 0 0 0 0
3 Bayern 0 0 0 0 0 0 0 0
4 Bochum 0 0 0 0 0 0 0 0
5 Dortmund 0 0 0 0 0 0 0 0
6 Gladbach 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Eintracht Frankfurt 0 0 0 0 0 0 0 0
8 Freiburg 0 0 0 0 0 0 0 0
9 Heidenheim 0 0 0 0 0 0 0 0
10 Hoffenheim 0 0 0 0 0 0 0 0
11 Holstein Kiel 0 0 0 0 0 0 0 0
12 Mainz 0 0 0 0 0 0 0 0
13 RB Leipzig 0 0 0 0 0 0 0 0
14 St. Pauli 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Stuttgart 0 0 0 0 0 0 0 0
16 Union Berlin 0 0 0 0 0 0 0 0
17 Köln 34 5 12 17 28 60 -32 27
17 Werder 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Wolfsburg 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Darmstadt 34 3 8 23 30 86 -56 17
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner