Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
   mán 22. ágúst 2022 22:02
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ten Hag gleymdi sér aðeins: Ekki bara gegn Liverpool
Erik ten Hag.
Erik ten Hag.
Mynd: Getty Images
„Við getum talað um taktískt en í kvöld snerist þetta um viðhorf," sagði Erik ten Hag, stjóri Man Utd, eftir 2-1 sigur gegn erkifjendunum í Liverpool.

Það var allt annað að sjá til Man Utd í kvöld eftir hörmulega frammistöðu gegn Brentford um síðustu helgi.

„Í kvöld töluðum við saman og menn voru að berjast. Ég vildi fá öðruvísi viðhorf og við fengum það í kvöld. Þetta er bara byrjunin. Við getum verið yfirvegaðari í okkar leik og hættulegri. En við verðum að vera lið og sýna góðan anda - það gerðum við í kvöld."

Ten Hag segir að liðið verði að byggja á þessum leik, halda áfram.

„Við verðum að vera svona í öllum leikjum, ekki bara gegn Liverpool," sagði Ten Hag.

Í viðtali við Sky Sports gleymdi hann sér aðeins og blótaði. „Við getum spilað fokking góðan fótbolta," sagði Ten Hag hress.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner