Salah, Rashford, Guehi, Ten Hag, Dewsbury-Hall og fleiri í pakka dagsins
„Markmiðið er að komast í umspil og fara upp“
Bestur í Mjólkurbikarnum: Töfrar gegn einu besta liði landsins
Haraldur Einar: Hefði ekkert verið hrikalegt að vera áfram í FH
Gaman að vera hluti af sérstökum díl í íslenskri knattspyrnu
Súrsæt tilfinning eftir sigur - „Getum betur og eigum að gera betur“
Varð aldrei stressaður - „Leikurinn gat farið hvernig sem er“
Hetja Garðbæinga: Þetta var helvíti laust en inn fór hann
Rúnar Páll kaldhæðinn: Ég fæ alltaf spjald - Elska þessa nýju línu
Rúnar: Viktor er markaskorari af guðs náð
Arnar: Erum búnir að misstíga okkur í tvígang og gerum það aftur hér
Gregg Ryder svekktur: Guy þarf að vera ofarlega á vellinum
Dóri skýtur á fyrrum lærisvein: Fannst Wöhlerinn dýfa sér
Leið eins og í Keanu Reeves mynd - „Serbinn þarf bara aðeins að róa sig“
Axel urðaði yfir Patrik - „Bara ástríða"
Damir: Ekki sama þegar einhver er að meiða liðsfélaga minn viljandi
Aron Elís um vítaspyrnudóminn: Hann rænir upplögðu marktækifæri og það er bara rautt spjald
Haddi: Við eigum mögulega að fá 2-3 víti
Arnar Gunnlaugs: Hann hefði örugglega getað dæmt fleiri víti
„Þetta er eiginlega nýtt sport sem maður þarf að venjast“
Brjálaður út í dómgæsluna - „Algjörlega úr takt við leikinn“
   þri 24. apríl 2018 12:50
Magnús Már Einarsson
Elvar Geir Magnússon
Breiðablik reynir að kaupa Steven Lennon
Steven Lennon.
Steven Lennon.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Ágúst Þór Gylfason, þjálfari Breiðabliks, segir að félagið eigi í viðræðum við FH um kaup á framherjanum Steven Lennon.

Lennon verður samningslaus í haust og samkvæmt nýjum félagaskiptareglum má leikmaður hefja viðræður við önnur félög ef núverandi félag hans er látið vita af viðræðunum.

Ágúst sagði við Fótbolta.net í dag að Breiðablik hefði ekki ennþá rætt við Lennon sjálfan en hins vegar hafi félagið hug á að kaupa hann frá FH.

„Við höfum haft samband við félagið og komið með tilboð. Það verður að skýrast hverng þeir taka því. Við erum í viðræðum við FH-ingana og þeir vita hvað við erum að biðja um," sagði Ágúst við Fótbolta.net í dag.

Vonast Ágúst til að Breiðablik geti keypt Lennon af FH strax? „Það væri draumur," sagði Ágúst.

Hinn 29 ára gamli Lennon hefur verið einn besti leikmaður Pepsi-deildarinnar undanfarin ár. Fyrr í vetur reyndi Breiðablik einnig að kaupa Lennon frá FH á 750 þúsund en án árangurs.

„Ég er að semja við Lennon um áframhaldandi samning. Plús það að hann er á samning við okkur út árið," sagði Jón Rúnar Halldórsson, formaður FH, við Fótbolta.net um málið. FH vill halda Lennon en sögusagnir eru um að hann sé ekki fullkomlega sáttur hjá félaginu.

„Það er óklókt að segja að maður hlusti ekki á tillögur en ég hef ekki séð neitt ennþá sem ég staldra við," sagði Jón þegar hann var spurður út í hvort þeir muni ekki hlusta á tilboð frá Breiðabliki.

Viðtalið við Jón má sjá hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner